Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 55
I n n r i þ r o s k i , í m y n d o g s a m f é l a g s s á t t m á l i TMM 2009 · 4 55 endur í maí 1944 töldu sig vart vera að greiða atkvæði með bráðabirgða- plaggi. Þvert á móti – upplifun fólks var líklega upp til hópa önnur, það er að lýðveldisstjórnarskráin væri einmitt hinn nauðsynlegi rammi utan um nýtt samfélag. Og þótt stjórnarskrá megi alltaf breyta var nýja samfélagið með nýju lýðveldi og nýrri stjórnarskrá ekkert bráðabirgðaskipulag, held- ur endanlegur fullnaðarsigur sjálfstæðisbaráttunnar. Mælskulist dagblaðanna dagana fyrir atkvæðagreiðsluna tekur af öll tvímæli um að ekki er hægt að sætta sig við neitt annað en einhug. Bæði Morgunblaðið og Þjóðviljinn lýsa því afdráttarlaust sem borgaralegri skyldu hvers Íslendings að fara á kjörstað og greiða atkvæði með afnámi sambandslaganna – nýrri stjórnarskrá. Reykjavíkurblöðin óttuðust seinni dag atkvæðagreiðslunnar að Reykvíkingar yrðu eftirbátar annarra lands- manna, með ævarandi skömm fyrir þá: „Herðum kjörsóknina Reykvík- ingar“ segir Morgunblaðið 21. maí 1944, en Þjóðviljinn „Reykvíkingar – herðið sóknina“. Alþýðublaðið var hófstilltara – hlutlausara – í fréttaflutn- ingi sínum af atkvæðagreiðslunni, og lét hjá líða að hvetja lesendur sína til að sýna skyldurækni í verki með því að greiða atkvæði á hinn eina rétta hátt. Tíminn, fjórða flokksmálgagnið, var sömuleiðis hófstilltur. Gagnrýni á stjórnarskrána sem sumir kratar höfðu látið í ljós, sagði Þjóðviljinn furðulega „bjálfalega“ og „ábyrgðarlausa“ og kallar málflutn- ing Alþýðuflokksins „hörmulegan“. Sú afstaða lýsir því vel sem getur gerst þegar ein skoðun nýtur yfirgnæfandi fylgis: Þá er hætt við að öll gagnrýni á áformin um lýðveldisstofnun, væntanlega stjórnarskrá, sambandsslit við Danmörku o.s.frv. sé afgreidd án nokkurrar teljandi umræðu, og talin vera drottinsvik. Þeir sem fara aðrar leiðir en ríkjandi meirihluti, lýsa öðrum skoðunum eða gagnrýna meirihlutann eru tekn- ir fyrir – lagðir í einelti eða hafðir að háði og spotti.4 Það er hollt að hugsa til þess að það er sama hve gott málefnið er og málstaðurinn aðdáunarverður – alltaf munu – í opnu og frjálsu samfé- lagi – verða til einstaklingar sem leggjast gegn málefninu og deila ekki málstaðnum. Og sú tilhneiging mun alltaf vera fyrir hendi að gera lítið úr slíku fólki og skoðunum þess, frekar en að taka það alvarlega og sýna því virðingu. En hugmyndin um þjóðskipulag sem á einhvern hátt endurspeglar allsherjarvilja allra er ótrúlega lífseig. Þegar lýðveldið var stofnað mátti auðveldlega skilja mælskulist sem upphóf þjóðina og þjóðernið. Hér á Íslandi voru jafnvel kommúnistar algjörlega hugfangnir af þeim áfanga sem íslenska þjóðin hafði náð með lýðveldisstofnuninni, eins og afstaða Þjóðviljans sýnir glögglega, enda litu þeir svo á að hér væri um að ræða fyrsta áfangann á leiðinni til sósíalismans. Kristinn E. Andrésson, einn TMM_4_2009.indd 55 11/4/09 5:44:38 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.