Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 60
J ó n Ó l a f s s o n
60 TMM 2009 · 4
á málin er heldur engin sanngirni eða réttlæti í því af Íslands hálfu að
láta bresk og hollensk stjórnvöld hafa lista með nöfnum og heimilisföng-
um ákveðinna einstaklinga og segja þeim að innheimta það fé sem tap-
aðist á innlánsreikningum Landsbankans hjá því fólki, eins og einn nýr
stjórnmálamaður hélt fram.9 Við lifum í lýðræðissamfélagi. Okkur er
frjálst að tala, skiptast á skoðunum og gagnrýna. Við kjósum okkur
stjórnvöld. Það sem gerðist er okkur að kenna jafnvel þótt þessir 377 hafi
verið á móti. Við stofnuðum lýðveldi. Við höfðum góðæri. Þannig er nú
það.
Ég furða mig hinsvegar á því, þegar öllu þessu er lokið, að það er engu
líkara en að margir hafi ekkert lært. Allt í einu vill fjöldi manns fara að
gera nýjan samfélagssáttmála – um einhverja nýja hluti sem allir eiga nú
að sameinast um. Og hugmyndirnar um þennan samfélagssáttmála
minna stundum á hugmyndir góðærisins, eins og þær sem komu fram í
Ímyndarskýrslunni og öllum Ísland-er-best-í-heimi skýrslunum.
Ég held að við ættum að stilla okkur mjög um nýjan samfélagssátt-
mála. Ég held að stefnumótun eigi alls ekki við á vettvangi samfélagsins
alls. Um leið og við förum að móta stefnu fyrir allt samfélagið erum við
nefnilega komin á sömu villigötur og í góðærinu. Við erum farin að líta
á samfélagið sem einingu sem hægt er að ráðskast með eins og hún væri
fyrirtæki eða félagsskapur. Eins og samfélag geti sett sér markmið, aukið
samkeppnishæfni sína eða ákveðið „ímynd“ sína samkvæmt nefndarálit-
um. Eina leiðin fyrir samfélag til að stuðla að velferð og auðsöfnun er að
veita einstaklingum sem mest svigrúm til þroska og athafna á grundvelli
leikreglna sem eru sanngjarnar og vel hugsaðar. Slíkar reglur eiga ekki að
setja öllum sama markmið, eða reyna að skilgreina með einhlítum hætti
þá sjálfsmynd sem hver og einn kýs að þroska með sér og vinna með.
Þó skiptir ef til vill enn meira máli að haft sé í huga að samfélagið er
ekki eingöngu vettvangur samvinnu og sameiginlegra gilda eða gæða.
Samfélagið og ekki síst hinn pólitíski vettvangur er átakasvæði þar sem
á að geta unnið saman og tekist á fólk sem hefur í grundvallaratriðum
ólíka sýn á lífið, tilgang þess og grunngæði. Villan sem stundum birtist
í ofuráherslu á sameiginleg verðmæti og sameiginlega sjálfsmynd er sú
að slík harmónía sé í einhverjum skilningi eftirsóknarvert markmið.
Það er auðvitað ágætishugmynd að kjósa stjórnlagaþing, láta það búa
til nýja stjórnarskrá og almennt nota sjokkið sem endalok góðærisins
veldur til að ná fram allskonar umbótum. Auðvitað er mikilvægt að
koma fyrir tækjum á lappirnar aftur, stuðla að menningu, betra mennta-
kerfi o.s.frv. Það þarf að takast á um réttlæti, það þarf að ræða og komast
að stefnumótandi niðurstöðum um velferðarkerfi og margt fleira. En
TMM_4_2009.indd 60 11/4/09 5:44:39 PM