Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 63
B a k v i ð f o s s i n n TMM 2009 · 4 63 borða, hann hlustar á útvarp, horfir á sjónvarp, fer í gönguferðir, sinnir erindum sínum, fylgist með dagsbirtunni verða að grárri skímu og hverfa. Klukkan átta um kvöldið leggur hann af stað í vinnuna. Hann tekur neðanjarðarlestina, situr með hendur í skauti og fylgist með hinum farþegunum, myndar sér skoðanir á þeim, varar sig á að augu sín mæti þeirra. Flúrljósin í lestinni varpa grænleitri birtu á andlitin, birta kuskið á flíkunum, ójafnan farða kvennanna. Allt er ljótt í þessari birtu, og maðurinn hugsar til þess að þeir sem hönnuðu neðanjarðarlestakerfið aka einkabílum, að þeir þurfa ekki að sitja og telja æðarnar í kinnum fólks. Að ef hann réði væri algert myrkur. Að það gæti verið eins og svefninn sjálfur að ferðast með lestinni og að í myrkrinu gæti fólk þó látið sig dreyma. Stundum ímyndar maðurinn sér að hann standi nakinn í miðjum vagninum, hvítur og skvapaður með daufgrænum gljáa, æðabert holdið og rauð exemin sem veturinn veldur honum, allt þetta sjáanlegt hinum og maðurinn fær verk fyrir brjóstið, óttinn lamar hann, ljótleikinn. Næturvarslan sem hann sinnir er í bensínstöð. Bensínstöðin er við hraðbraut sem liggur út úr bænum. Eftir miðnætti koma viðskiptavin- irnir sjaldnast inn í verslunina og maðurinn situr yfirleitt einsamall í glerbúrinu sem byggt hefur verið yfir afgreiðsluborðið í því skyni að vernda hann fyrir glæpafólki sem mögulega sveimar um hverfið að nóttu til, hann situr þar einn og leggur kapal eða les bók. Þegar viðskiptavinir koma hringja þeir bjöllu, hávært glamur fyllir annars þögult rýmið og maðurinn rís örlítið úr sæti sínu, virðir þá fyrir sér sem vilja koma inn, hvort af þeim geti stafað hætta. Ef hann kýs að hleypa þeim inn þrýstir hann á hnapp sem lýkur upp glerhurðinni. Maðurinn er flóðlýstur, þar sem hann situr í glerboxinu sínu og fylg- ist með fólkinu velja sér þær vörur sem það þarf. Hann hefur minnst á þetta við yfirmanninn sinn, sagði skjanna- birtuna lýjandi. Yfirmaðurinn var skilningslaus, talaði um keðjuna, um hin útibúin, samhæfða reglugerð, sagði birtuskilyrðin ekki vera á sínu valdi, að maðurinn þyrfti að fara með umkvörtun sína hærra. Hærra, hugsaði maðurinn, og svo um það hversu lágt hann lægi, en hugsunin var örsnögg, hvítur sársauki sem flassaði og blandaðist svo saman við allt hitt. Maðurinn þekkir flesta viðskiptavini sína, þessa fáu íbúa hverfisins sem af einhverjum ástæðum vaka á nóttunni, líkt og hann sjálfur. Ung kona kemur yfirleitt um þrjúleytið, kaupir sígarettur, dagblað dags- ins sem er liðinn, poka með sælgæti, gos og stundum kaffi. TMM_4_2009.indd 63 11/4/09 5:44:39 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.