Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 64
K r i s t í n E i r í k s d ó t t i r 64 TMM 2009 · 4 Maðurinn hefur aldrei talað við hana um annað en það sem hún ætlar að kaupa og hversu mikið hún á að borga, en hún brosir alltaf til hans. Brosið er taugaveiklað og varir stutt. Augun eru áfjáð, flóttaleg og mað- urinn er viss um að henni líður ekki vel. Líkaminn er lítill og horaður þrátt fyrir að hún borði mikið sælgæti og undir áfjáða augnaráðinu eru dökkir baugar, húðin skjannahvít, þunn og gagnsæ. Á höfðinu er alltaf sama húfan, stór svartur lopabing- ur sem nær niður fyrir eyrun og slútir langt fram á ennið. Hún stendur við sælgætisrekkann og starir á tegundirnar, getur ekki ákveðið sig og maðurinn veltir þessu fyrir sér, að hann hafi aldrei séð hárið á henni og hvernig það skyldi vera á litinn. Augabrúnirnar eru ljósar og hann reiknar með að hárið sé sömuleið- is ljóst. Ljósskollitt og sennilega tekið upp í hnút. Að lokum ákveður hún sig, rekur fram höndina og kippir til sín stórum sælgætispoka fullum af súkkulaðimolum með karamellufyll- ingu, leggur hann á afgreiðsluborðið og brosir flóttalega brosinu sínu snöggvast. Dagblaðið í dag, segir hún og manninum til undrunar heldur hún áfram að tala. Eða, ég veit að það var í gær en á daginn er ég ekki vak- andi og verð þessvegna að lesa um það sem gerðist meðan ég svaf … það er hvort eð er aldrei skrifað um það sem gerist fyrr en eftir á, og munar kannski engu þó ég sé nokkrum klukkutímum seinni til að frétta það en aðrir. Rödd konunnar er dimm, hún hikar milli orða og virðist leggja sig fram um að tala skýrt og skiljanlega. Maðurinn hummar samþykki og reiknar saman verðið á vörunum sem hún kaupir. Finnst þér ekkert óþægilegt að standa hérna alltaf? spyr konan þá og maðurinn lítur undrandi á hana, sér að hún er vandræðaleg. Eins og hún sjái eftir spurningunni. Óþægilegt? spyr hann. Ég meina, þú stendur á heilum geymi fullum af olíu, er það ekki rétt hjá mér? Olían fyrir bílana, hún er ekki bara geymd í dælunum, hún er undir bensínstöðinni allri. Konan hvíslar síðustu orðin, verður niðurlút, næstum einsog hún ótt- ist að vera slegin, tvístígur og lítur síðan örsnöggt á manninn sem stend- ur hljóður. Hann hafði aldrei hugsað um þetta áður, en nú sér hann fyrir sér sprenginguna, eldsveppinn sem ber við svartan næturhiminn. Það gerir 13 dollara, segir hann vélrænt og konan borgar, snýst á hæli og er horfin. TMM_4_2009.indd 64 11/4/09 5:44:39 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.