Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 64
K r i s t í n E i r í k s d ó t t i r
64 TMM 2009 · 4
Maðurinn hefur aldrei talað við hana um annað en það sem hún ætlar
að kaupa og hversu mikið hún á að borga, en hún brosir alltaf til hans.
Brosið er taugaveiklað og varir stutt. Augun eru áfjáð, flóttaleg og mað-
urinn er viss um að henni líður ekki vel.
Líkaminn er lítill og horaður þrátt fyrir að hún borði mikið sælgæti
og undir áfjáða augnaráðinu eru dökkir baugar, húðin skjannahvít,
þunn og gagnsæ. Á höfðinu er alltaf sama húfan, stór svartur lopabing-
ur sem nær niður fyrir eyrun og slútir langt fram á ennið.
Hún stendur við sælgætisrekkann og starir á tegundirnar, getur ekki
ákveðið sig og maðurinn veltir þessu fyrir sér, að hann hafi aldrei séð
hárið á henni og hvernig það skyldi vera á litinn.
Augabrúnirnar eru ljósar og hann reiknar með að hárið sé sömuleið-
is ljóst. Ljósskollitt og sennilega tekið upp í hnút.
Að lokum ákveður hún sig, rekur fram höndina og kippir til sín
stórum sælgætispoka fullum af súkkulaðimolum með karamellufyll-
ingu, leggur hann á afgreiðsluborðið og brosir flóttalega brosinu sínu
snöggvast.
Dagblaðið í dag, segir hún og manninum til undrunar heldur hún
áfram að tala. Eða, ég veit að það var í gær en á daginn er ég ekki vak-
andi og verð þessvegna að lesa um það sem gerðist meðan ég svaf … það
er hvort eð er aldrei skrifað um það sem gerist fyrr en eftir á, og munar
kannski engu þó ég sé nokkrum klukkutímum seinni til að frétta það en
aðrir.
Rödd konunnar er dimm, hún hikar milli orða og virðist leggja sig
fram um að tala skýrt og skiljanlega. Maðurinn hummar samþykki og
reiknar saman verðið á vörunum sem hún kaupir.
Finnst þér ekkert óþægilegt að standa hérna alltaf? spyr konan þá og
maðurinn lítur undrandi á hana, sér að hún er vandræðaleg. Eins og
hún sjái eftir spurningunni.
Óþægilegt? spyr hann.
Ég meina, þú stendur á heilum geymi fullum af olíu, er það ekki rétt
hjá mér? Olían fyrir bílana, hún er ekki bara geymd í dælunum, hún er
undir bensínstöðinni allri.
Konan hvíslar síðustu orðin, verður niðurlút, næstum einsog hún ótt-
ist að vera slegin, tvístígur og lítur síðan örsnöggt á manninn sem stend-
ur hljóður. Hann hafði aldrei hugsað um þetta áður, en nú sér hann fyrir
sér sprenginguna, eldsveppinn sem ber við svartan næturhiminn.
Það gerir 13 dollara, segir hann vélrænt og konan borgar, snýst á hæli
og er horfin.
TMM_4_2009.indd 64 11/4/09 5:44:39 PM