Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 66
K r i s t í n E i r í k s d ó t t i r 66 TMM 2009 · 4 Þegar maðurinn var giftur vissi hann líka dýpst undir niðri að ekkert er öruggt. Þau vöknuðu þrjú saman á morgnana, hann, konan hans og dóttir þeirra, borðuðu morgunverð í litla eldhúsinu dag eftir dag og fylgdu skipulagi lífs síns vandlega svo ekkert slæmt kæmi fyrir. Á nóttunni lá konan hans við hlið hans og grét hljóðlega í von um að hann yrði einsk- is var, og hann vissi að einn daginn myndi veröldin þeirra splundrast og allt sem vakti með honum öryggiskennd hyrfi, að þá myndi hann standa einn, líkt og hann gerir núna. Þegar hjónabandið endaði byrjaði konan hans uppá nýtt, kynntist fólki, fékk stöðuhækkun, keypti stærri íbúð. Maðurinn hélt að ámóta biði sín, en ekkert gerðist. Hann missti vinnuna og möguleika á jafn góðri stöðu, útaf hamförum efnahagslífsins og atvinnuleysinu sem þeim fylgdi. Konurnar sem hann kynntist fóru í taugarnar á honum, vinir hans voru uppteknir af fjölskyldulífi, hann eignaðist enga nýja. Ástæðurnar fyrir skilnaðinum eru honum ennþá óljósar. Þau hættu að snertast, hún var óhamingjusöm, hann hætti að tala. Hún sagði að hann væri fjarlægur, ástríðulaus, passífur, áhugalaus, kaldur, sjálfhverf- ur. Hann var ekki sammála. Allt í einu var veröldin þeirra, þessi hlýja örugga veröld, orðin full af sársauka, svo miklum að hvorugt þeirra gat hreyft sig innan hennar, og þá fóru þau hvort í sína átt. Hann hugsar sárasjaldan um þetta. Þegar maðurinn er kominn heim til sín og sofnar dreymir hann. Eftir að þau giftu sig keyrðu þau saman til Niagarafossa til að eyða brúðkaupsnóttinni þar. Þau höfðu bókað herbergi á hóteli og kröfðust þess sérstaklega að fossarnir myndu blasa við úr svefnherberginu. Þegar þau óku inn í Niagaraborgina var mið nótt, neonskiltin blikk- uðu auglýsingum til þeirra, þau héldust í hendur, hann fann fyrir hringnum á fingri hennar og brosti með sjálfum sér. Þegar þau komu útúr bílnum heyrðu þau í fossinum. Hún hljóp í átt að hljóðinu, hélt brúðarkjólnum uppi og tiplaði á hvössum hælunum. Maðurinn kveikti sér í sígarettu, hallaði sér að bílnum, horfði á brúð- ina sína horfa í myrkvaðan fossinn. Þegar þau vöknuðu daginn eftir og höfðu borðað morgunverðinn á herberginu, dáðust þau að útsýninu frá glugganum, ánni sem streymdi að bjargbrúninni og fossaði fram af. Allt í kring stóðu hótelin, skýja- kljúfar og hamborgarastaðir, minjagripabúðir og parísarhjól, allt umhverfis náttúruundrið blikkuðu rafmagnsljósin og hinum megin við ána sáu þau Bandaríkin. TMM_4_2009.indd 66 11/4/09 5:44:39 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.