Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 67
B a k v i ð f o s s i n n TMM 2009 · 4 67 Maðurinn stendur við girðinguna sem heldur fólkinu í öruggri fjarlægð frá fossinum, hann starir í vatnsiðuna og snýr sér svo að konunni sinni. Sjáðu! kallar hann og klifrar upp á girðinguna. Hann fleygir sér yfir hana og gengur hratt niður grösuga hlíð, alveg að fossinum. Þar sem hann stendur hefst regnbogi og hann stingur hendinni inn í litríkan úðann, fálmar, lítur við, konan hans stendur og öskrar. Hann heyrir ekkert nema í vatninu en sér að munnurinn á henni er galopinn, hún veifar höndunum yfir höfði sér. Yfir honum er himinninn blár og breið- ur, loftið streymir ferskt inn um nefið á honum og munninn, á andlitinu perla dropar og vatnið rennur niður af skærgulu regnkápunni. Hann krýpur og horfir niður vatnsfallið, ímyndar sér að hann sé vatn, að hann fossi niður af kletti og hendir sér í strauminn, vatnið umfaðm- ar hann, kippir honum niður með sér og hann hugsar með sér að svona hljóti dauðinn að vera, einsog að stökkva fram af fossi án þess að finna til sársauka. Fallið er langt og hægt einsog tré vex á hundrað árum niður og upp og teygir anga sína á eigin tíma, þannig hrapar maðurinn og liggur svo á árbotninum og finnur höggbylgjurnar á líkama sínum, syndir burt frá ljósinu, undir fossinn og lengra. Þegar hann stingur höfðinu upp úr vatninu er hann staddur í stórum helli. Að baki hans er fossinn rennandi veggur. Maðurinn rís á fætur, geng- ur dýpra inn í hellinn, snertir svalan steininn og skoðar burknana og plönturnar sem vaxa í myrkrinu, drekka í sig stöku geisla sem brýtur sér leið gegnum vatnsvegginn, og enginn fær nokkru sinni séð. Hann hlustar á vatnið drjúpa, heyrir dyninn í fossinum fjarlægjast bakvið sig. Hann gengur lengra og lengra og augun sjá í myrkri, þau sjá dropasteinsveggina víkka. Undir honum er dautt og stillt vatnið sem hann veður. Þegar hann heyrir ekki lengur í fossinum og sér að hellirinn stækkar stöðugt – verður að tómum svörtum geimi – hugsar hann um lífið, hvort hann sé þarna einn, að plönturnar eru löngu hættar að sjást og að sólar- ljósið er forsenda alls lífs. Hann gengur hikandi áfram, lítur stundum við en greinir ekki neitt nema hellisveggina, stöðugt lengra og lengra í burtu. Þegar maðurinn vaknar man hann ekki drauminn. Hann fer á fætur og blótar vegna þess að hann svaf klukkutíma of lengi. Hann hellir sér upp á kaffi, sest við eldhúsborðið opnar dagblaðið, flettir. Kreppan er að TMM_4_2009.indd 67 11/4/09 5:44:39 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.