Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 74
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 74 TMM 2009 · 4 Blaðamaðurinn sem aldrei skrifaði grein Tinni er rannsóknarblaðamaður og sem slíkur er hann ákaflega fylginn sér og flinkur í að lesa á milli línanna og átta sig á samhengi hlutanna. Nærvera fjölmiðla er mikil í bókunum og er það líklega eitt af því sem gerir þær jafn nútímalegar og raun ber vitni, fjölmiðlafár er eitt af því sem drífur áfram plottleysið í Vandræðunum og í flestum bókanna koma fjölmiðlar við sögu á einn eða annan hátt; algengt er að sagan sé tekin saman undir lokin í einhverjum fjölmiðli, auk þess sem blaðafrétt- ir þjóna þeim tilgangi að koma Tinna og félögum á sporið. Sá eini sem aldrei skrifar þessar fréttir er Tinni sjálfur, en það er bara í fyrstu bók- inni, Tinni í Sovétríkjunum, sem hann sést skrifa grein og þá svo umfangsmikla að ljóst er að hún mun aldrei verða að neinu. Samt fylgd- ust lesendur heima í Belgíu vel með ferðum hins hugumprúða pilts og þegar von var á blaðamanninum heim eftir æsilega atburði í ríki komm- únismans var leikari fenginn til að fara í föt myndasöguhetjunnar og mæta með lest á miðborgarbrautarstöðina. Þar tóku á móti honum hundruð aðdáenda og goðsögn varð til. Kommúnismi og kapítalismi Það voru ekki hundruð æstra aðdáenda sem fylgdu mér á Eurostar- brautarstöðina í Brussel, á leiðinni til London viku eftir ævintýrin með myndasöguveggina, en Tinni var þar, kúrekaklæddur og uppstækkaður á vegg. Myndin er úr Tinna í Ameríku (1931, 1932, í lit 1945), en sú bók hefur verið skoðuð sem einskonar andsvar gegn and-kommúnismanum í Tinna í Sovétríkjunum enda er hún gagnrýnin á fyrirheitna landið og misskiptingu auðsins þar; ein fræg sena lýsir því hvernig Tinni finnur olíu og fær fjölmörg tilboð frá æstum kaupendum – þegar hann bendir á að olíuna sé að finna í landi indíána eru öll tilboð dregin til baka og í næsta ramma sjást indíánarnir reknir burt með byssustingi í bakinu, í þarnæsta ramma rísa olíuborir, síðan hús og loks borg – yfirskrift rammans er: „Morguninn eftir“.10 Tinni stendur enn á sama stað og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Einhvernveginn virkaði þessi lýsing á vandræðum kapítalismans meira viðeigandi á þessari stundu en árásir á kommúnismann. Daginn eftir að ég kom til London settu Bretar hryðjuverkalög á Ísland. TMM_4_2009.indd 74 11/4/09 5:44:40 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.