Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 74
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
74 TMM 2009 · 4
Blaðamaðurinn sem aldrei skrifaði grein
Tinni er rannsóknarblaðamaður og sem slíkur er hann ákaflega fylginn
sér og flinkur í að lesa á milli línanna og átta sig á samhengi hlutanna.
Nærvera fjölmiðla er mikil í bókunum og er það líklega eitt af því sem
gerir þær jafn nútímalegar og raun ber vitni, fjölmiðlafár er eitt af því
sem drífur áfram plottleysið í Vandræðunum og í flestum bókanna
koma fjölmiðlar við sögu á einn eða annan hátt; algengt er að sagan sé
tekin saman undir lokin í einhverjum fjölmiðli, auk þess sem blaðafrétt-
ir þjóna þeim tilgangi að koma Tinna og félögum á sporið. Sá eini sem
aldrei skrifar þessar fréttir er Tinni sjálfur, en það er bara í fyrstu bók-
inni, Tinni í Sovétríkjunum, sem hann sést skrifa grein og þá svo
umfangsmikla að ljóst er að hún mun aldrei verða að neinu. Samt fylgd-
ust lesendur heima í Belgíu vel með ferðum hins hugumprúða pilts og
þegar von var á blaðamanninum heim eftir æsilega atburði í ríki komm-
únismans var leikari fenginn til að fara í föt myndasöguhetjunnar og
mæta með lest á miðborgarbrautarstöðina. Þar tóku á móti honum
hundruð aðdáenda og goðsögn varð til.
Kommúnismi og kapítalismi
Það voru ekki hundruð æstra aðdáenda sem fylgdu mér á Eurostar-
brautarstöðina í Brussel, á leiðinni til London viku eftir ævintýrin með
myndasöguveggina, en Tinni var þar, kúrekaklæddur og uppstækkaður
á vegg. Myndin er úr Tinna í Ameríku (1931, 1932, í lit 1945), en sú bók
hefur verið skoðuð sem einskonar andsvar gegn and-kommúnismanum
í Tinna í Sovétríkjunum enda er hún gagnrýnin á fyrirheitna landið og
misskiptingu auðsins þar; ein fræg sena lýsir því hvernig Tinni finnur
olíu og fær fjölmörg tilboð frá æstum kaupendum – þegar hann bendir
á að olíuna sé að finna í landi indíána eru öll tilboð dregin til baka og í
næsta ramma sjást indíánarnir reknir burt með byssustingi í bakinu, í
þarnæsta ramma rísa olíuborir, síðan hús og loks borg – yfirskrift
rammans er: „Morguninn eftir“.10 Tinni stendur enn á sama stað og veit
ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Einhvernveginn virkaði þessi lýsing á
vandræðum kapítalismans meira viðeigandi á þessari stundu en árásir á
kommúnismann. Daginn eftir að ég kom til London settu Bretar
hryðjuverkalög á Ísland.
TMM_4_2009.indd 74 11/4/09 5:44:40 PM