Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 75
Á t t r æ ð u r Ti n n i á f e r ð o g f l u g i TMM 2009 · 4 75 Heimshornaflakkari Ferðalög einkenna Tinnabækurnar og eitt af því sem gerði þær vinsælar var að í gegnum sögurnar kynntust lesendur nýjum pörtum heimsins. Eins og áður hefur komið fram hefjast ferðalögin í Sovétinu, næst fór Tinni til Kongó og hagaði sér svo mikið eins og nýlenduherra að margir froðufella enn, síðan til Ameríku, Egyptalands, Kína, Suður-Ameríku, Skotlands og þaðan áfram um raunveruleg og skálduð lönd, þar á meðal Tíbet, tunglsins og Syldavíu. Það voru þessi ferðalög sem ollu straum- hvörfum í nálgun Hergés á sögur sínar en eftir fjórar bækur sem bjuggu yfir misdjúpri innsýn í ólíka menningarheima lýsti höfundurinn því yfir að næst færi Tinni til Kína. Belgískur trúboði sem hafði umsjón með hópi kínverskra námsmanna í háskóla í Brussel brást snöggt við og sendi Hergé bréf þess efnis að kannski væri ástæða til að huga betur að því hvernig ókunnar þjóðir birtust í bókunum og bauð honum að hitta ungan kínverskan listnema til að fræðast nánar um menningu Kína. Hergé tók þessu fagnandi og bauð unga manninum heim til sín.11 Þetta var árið 1934 og síðari heimsstyrjöldin í aðsigi með sívaxandi átökum milli Japans og Kína. Í stuttu máli sagt olli þetta inngrip trúboðans straumhvörfum á ferli Tinna og margir telja enn að bókin sem var afrakstur fræðslu Tsjangs Tsjong-Jen og vaxandi vináttu þeirra Hergés, Blái lótusinn (1934, 1936, 1946), sé besta Tinnabókin. Hergé lagðist í mikla rannsóknarvinnu með þeim árangri að allt umhverfi og aðstæður eru afar nákvæmar og raunsannar sem skapaði bókinni mun áhrifa- meira andrúmsloft. Meðal annars er öll kínverska sem birtist í bókinni rétt, en Tsjang tók þann hluta að sér og notaði tækifærið til að halda úti áróðri gegn heimsvaldasinnum! Hergé gerði Tsjang að persónu í sög- unni og bauð honum að vera meðhöfundur að verkinu, sem Tsjang afþakkaði af hógværð.12 Þetta mun hafa verið í síðasta sinn sem Hergé sýndi slíkt örlæti, en seinna brást hann öndverður við þegar aðstoðar- menn hans óskuðu eftir því að fá nöfn sín birt.13 Fullorðin börn Annað sem gerir Bláa lótusinn markverðan er að í sögunni er fjallað um fullorðinsmálefni í verki sem annars taldist vera ætlað börnum. Fyrir utan yfirvofandi stríðsátök er líka fjallað um eiturlyf og geðveiki, hryðu- verk og pólitísk svik og ekki stóð á viðbrögðum: Japanir kvörtuðu hástöfum meðan Kínverjar glöddust. Á þessum tíma er myndasagan enn að fóta sig í menningarflórunni. TMM_4_2009.indd 75 11/4/09 5:44:40 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.