Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 78
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 78 TMM 2009 · 4 legur og rökréttur heimur. Þetta birtist meðal annars í því að hlutföll og fjarvídd er rétt – allt er hreint og beint eins og orðið hreinlína gefur til kynna.17 Hreinlínustíllinn kemur á framfæri þeim skilaboðum að þrátt fyrir að dularfullir atburðir hafi gerst þá sé þetta heimur raunsæis og rökhugsunar. Velta má fyrir sér hvort stíllinn endurspegli einnig íhalds- söm viðhorf hins kaþólska skáta. Hinn ógurlega drykkfelldi Jeti Á síðari tímum hefur það þó frekar verið kynhneigð Tinna (og reyndar einnig Hergés) sem hefur verið til umræðu en eins og frægt er finnast fáar konur í Tinnabókunum, eina konan sem á þar raunverulegt hlut- verk er títtnefnd Vaíla og hún birtist sem hið mesta skass, þó vissulega komi hún einnig til bjargar, eins og í Veldissprotanum þegar hún tekur Tinna á flótta uppí bílinn sinn – en hann flýr reyndar aftur frá þeirri björgun þegar hún byrjar að syngja. Vinátta þeirra félaga Hergés og Tinna við Tsjang er helsta ástæða meintrar samkynhneigðar, þó einnig þyki sambúð þeirra Tinna og Kolbeins á Myllusetri grunsamleg. Sam- skipti þeirra minna stundum svolítið á gamalt par, Tinni gerþekkir inná Kolbein og veit nákvæmlega hvernig hann á að snúa honum um fingur sér; oftar en ekki er lausnin einfaldlega sú að hella hann fullan, sem hann gerir reglulega.18 Ein tilfinninganæmasta Tinnabókin er Tinni í Tíbet (1958, 1960), sem einnig var uppáhaldsbók Hergés sjálfs. Hún var skrifuð eftir að höfundurinn fékk (einu sinni sem oftar) ofnæmi, já bók- staflega líkamlegt ofnæmi, fyrir sköpunarverki sínu og dró sig þung- lyndur í hlé til Sviss. Martraðir um yfirþyrmandi hvíta fleti hrjáðu hann og læknir hans fyrirskipaði algera hvíld. Sem betur fer hlýddi Hergé ekki og útkoman var Tinni í Tíbet, ein af hans bestu bókum.19 Hún fjallar um leit Tinna að kínverska vininum úr Bláa lótusnum, en flugvél Tsjangs ferst yfir Nepal þegar drengurinn ætlar að heimsækja Tinna (sem einmitt er staddur á fjallahóteli, að því er virðist í Sviss) og hann er talinn af. En Tinna dreymir að hann sé enn á lífi og ræðst til farar uppí Himalajafjöllin. Kolbeinn, fullur efasemda (og með fullan bakpoka af viskýflöskum), kemur með og auðvitað finnst Tsjang á lífi, undir verndar væng snjómannsins andstyggilega, Jetans, sem þjóðsögur segja að finnist í Himalajafjöllum og reynist ekki bara til, heldur líka ákaflega gefinn fyrir viský. Þarna kemst Hergé á flug í hinu dularfulla, því allir dularfullir atburðir reynast réttir, draumur Tinna var sýn, Jetinn er í raun til og í ofanálag hitta þeir fljúgandi lamamunka í tíbetsku klaustri. Einn þeirra býr yfir þeim hæfileika að sjá sýnir og þannig finnst Tsjang. TMM_4_2009.indd 78 11/4/09 5:44:40 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.