Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 82
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n
82 TMM 2009 · 4
Kæri vin, –
Ég var að fá bréf frá þér. Mér skilst að þú sért að minna mig á peninga, þó þú
farir reyndar fínt í það vegna þess að þú heldur af fenginni reynslu að ég sé að
vanda auralítill. Það er mjög fallegt af þér. Það er án efa nokkuð langt þangað til
ég hef greitt öllum mönnum það sem ég skulda þeim og því finnst mér, eins og
er, varla sitja á mér að vera að bjóða fram fé til þeirra fáu manna, sem ég ekk-
ert skulda, jafnvel þótt þeir hinir sömu séu í senn auralitlir sjálfir og alls góðs
maklegir.
Handrit þitt mun vera hjá mér, en ég hef ekkert um það ákveðið hvort ég lifi af
að koma því út, eins og ég mun hafa sagt þér ótvírætt. Sú bók verður aldrei talin
skemmtileg eða sérlega merk, hins vegar á köflum interessant fyrir skólapilta sem
langar til að skrifa. Leiðinlega bókin þín, sem ég illu heilli lét þrykkja fyrir þig og
mig í fyrra, eða hvenær það nú var, þar sem drukkið var allt það kaffi, sem inn-
flutt var á samanlögðu öllu skömmtunartímabilinu, hefur ekki fundið náð fyrir
augum þeirra sem leggja fram peninga fyrir bækur og reyndi ég þó af veikum
mætti og mjög gegn breizkri samvisku minni að skrökva upp á hana margskonar
girnilegum verðleikum. En allt kom fyrir ekki. Elías Mar er ekki maður dagsins
enn. Því er nú helvítis ver, Elías minn kær, að nú hef ég í svipinn ekki ráð á því að
prenta bækur fyrir mig einan, en strax og sá dagur siglir aftur sunnan yfir höfin,
mun ég byrja á því á ný og þá kemur Þjóðvísan þín á prent, nema þú hafir áður
kynnst öðrum útgefanda, sem ekki gefur út bækur til að prakka þeim inná annað
fólk, heldur lætur gera þær handa sjálfum sér eins og málverk, sem enginn utan
eigandinn fær nokkurntíma augum litið. Ef ég skildi [svo] sjálfur, á undan þér,
frétta af slíkum manni, væri gott að þú segðir mér eða V.S.V. hvað málverkið á
að kosta.
Engin sérstök tíðindi man ég handa þér nema hvað verið er að opna Þjóðleik-
húsið og listamannaþing hefst uppúr því.
Þinn einlægur. Ragnar.
Þessu bréfi útgefandans svaraði Elías með bréfi dagsettu 2. maí þá um
vorið. Svarið er fróðleg heimild um afstöðu hans til framangreindra
skáldsagna hans þriggja, svo og um skipti þeirra Ragnars. Vert er að hafa
í huga að Elías er nú almennt álitinn fyrsta Reykjavíkurskáldið á óbund-
inn skáldskap og Vögguvísa brautryðjandaverk.
Góði vinur.
Þökk fyrir bréfið.
Þú samlíkir vafasömum bókaútgáfubissnes við málverkakaup, og skáldsögu-
handriti mínu líkirðu við málverk. Þetta er ekki ósnjöll samlíking. Einu sinni
mun Steinn Steinarr hafa líkt skáldsögum við esk. sendibréf, sem höfundar sendu
hverjir öðrum og ekki væri hægt að krefjast, að almenningur skildi nema undir
og ofan á. Hvað sem segja má um það, þá er eitt víst: að bókaútgefandi má aldrei
gera sér vonir um að græða á skáldsögu eftir ungan höfund, síst af öllu skáldsögu,
sem kemur með eitthvað nýtt; og í öðru lagi: það þýðir ekki að bíða eftir því, að
TMM_4_2009.indd 82 11/4/09 5:44:41 PM