Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 86
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 86 TMM 2009 · 4 Helsta problem mitt núna er þetta: hvað á ég að gera af mér um páskana? Það er geysilegt problem því ég veit, að mér muni leiðast, ef ég fer ekki eitthvað um páskana … Helst er ég að hugsa um að bregða mér til eyjar einnar við Frakk- landsstrendur, sem nefnist Guernsey. Þar er hitabeltisveðurfar. Það gætu orðið nógu skrítnir páskar … Kannski Ragnar hafi viðhaft þann talsmáta sem framangreint bréf hans ber með sér vegna þess helst að hann hafi þekkt sína menn. Athyglisvert er hve Elías hefur þroskast – eins og hann sjálfur benti á – þessi fáu ár sem liðin voru frá því að hann dvaldi í Kaupmannahöfn og vann þar við skáldsöguna Man ég þig löngum. Af bréfum hans til góðvinarins Jóns Óskars verður séð að ritmennt Elíasar og tilfinningaþroski var til muna minni á þessum Kaupmannahafnarárum en þegar að Englandsdvölinni kom, og freistandi er að ætla að ekki bara hafi verið fyrir þær pælingar sem fylgdu ritun þriggja fyrstu skáldsagna hans, heldur hafi einnig verið fyrir það að hann kaus að hætta stúkulífi um þessar mundir og sinna þörfum sínum fyrir lífsnautnir á við hvern annan. Sóleyjarsaga kom út 1954, fyrri hlutinn, og menn sem létu sig þau tíðindi varða voru ánægð- ir með bókina. Ragnar gagnrýndi síðara bindið harkalega eftir að hafa lesið það í handriti, dró upp lista yfir helstu betrumbætur sem gera yrði áður en hann tæki það til útgáfu. Hvort höfundurinn fór að ráðum hans hef ég ekki athugað. Móttökurnar voru heldur dauflegar eftir útkom- una. Elías var ósáttur um flest sem útgáfu bókarinnar varðaði sem sjá má af bréfi hans til Ragnars upp úr áramótum 1960. Það er svona óstytt: Minn kæri impressario, Ragnar Jónsson. Þegar þú tekur þetta bréf úr pósthólfinu og rífur það upp, skaltu ekki hlaupa yfir það á stað og stund, heldur stinga því í vasann og lesa það við hentugra tækifæri – í ró og næði. Það eitt bið ég þig um. Hér er ekki um að ræða neitt skammabréf, a.m.k. ekki í venjulegri merkingu þess orðs, meðfram vegna þess að skammir hrína ekki á þér fremur en vatn á gæs, eftir því sem þú hefur sjálfur sagt, – og svo langar mig heldur ekkert til að skamma þig. Hins vegar langar mig til að benda þér á fáeinar staðreyndir og spyrja þig nokkurra spurninga. – Ef þú hefðir verið viðlátinn í morgun, á þeim tíma sem þú varst búinn að segja mér að koma, myndi ég að sjálfsögðu ekki þurfa að senda þér póstleiðis það sem ég vildi hafa við þig sagt. En sökum þess að ómak mitt í bæinn varð árangurslaust, gríp ég til þess arna. Mér telst svo til, að á sl. ári hafi Helgafellsútgáfan greitt mér samtals kr. 6404.80 fyrir prófarkalestur. Mig langar að vita hvort ég þarf að telja þetta fram til skatts. Nú sem stendur áttu hjá mér 750.00. Ég vildi geta unnið eitthvað upp í þær TMM_4_2009.indd 86 11/4/09 5:44:41 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.