Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 89
U m h u g h v ö r f á h ö f u n d a r f e r l i TMM 2009 · 4 89 Í þau fimmtán ár sem ég hef haft í mig og á með ritstörfum allskonar, hef ég neyðzt til að verja drjúgum skerf af tíma og starfsorku í vinnu, sem allt í senn hefur verið mér til ama og leiðinda (að ég ekki segi til skammar), líkamlegs sem andlegs niðurdreps og beinlínis unnin út af neyð. Ég er kannski ekki duglegri en gengur og gerist; en ég held ég sé heldur ekki latari en hver annar. Árangurinn af starfi mínu er þó ekki meiri en sá, fyrir mig prívat, að iðulega þarf ég enn að taka fegins hendi hverskonar óintressant dútli, – aðeins ef ég hef von um að geta með því móti átt fyrir næstu máltíð. Það fáa, sem maður kann að hafa leyst sæmilega af hendi sem rithöfundur, er svipað ónefndum hlut sem maður hefur losað sig við í einrúmi og er fyrir löngu kominn út í haf, via klóakið. – Og maður fær jafnvel ekki tækifæri til að endurtaka verknaðinn, þó mann langi til og finni þörf fyrir. Samt er ég enn það „borgaralega“ þenkjandi, að ég vil helst geta unnið fyrir mér sjálfur, – og helzt unnið án þess að hafa á tilfinningunni, að ég sé fyrst og fremst að „vinna fyrir mér“. Ég vona, að þú skiljir, við hvað ég á. Ég gæti að sjálfsögðu selt það litla sem ég á, húsgögnin mín, bækurnar, grammófónsplöturnar, já jafnvel ritvélina og pennann, leigt mér súðarherbergi og hrópað framan í hvern mann: Nú fyrst er ég orðinn skáld! – En þetta hef ég þó ekki hugsað mér að gera. Ég hef hugsað mér að bíða átekta enn um sinn. Á meðan heilsa mín frekast leyfir mun ég reyna að standa mig. Úthald mitt og vinnugleði er að vísu hvergi nærri móts við það sem áður var; þó er ég maður á bezta aldri. En ég veit, að þetta getur lagazt, – ef. Ég er nokkuð misjafn, hvað þetta snertir; stundum líður mér ágætlega dögum saman. Samt er ég ekki stærri bógur en það, að lífsorka mín dalar, ef ég hef t.d. ekki fengið að éta í tvo sólarhringa eða á ekki fyrir húsaleigu. Samkvæmt eðli mínu og uppeldi, er mér ógjart til að hugsa illt um aðra menn. Það má jafnvel telja mér til heimsku, hversu seint ég trúi því, að menn séu raunverulega á móti mér. – Og ef ég kemst að raun um, að þeir eru virkilega á móti mér, þá þykir mér það – þrátt fyrir allt – margfalt skárra en hitt: að þeir ignoreri mig. Þetta síðasta er í rauninni það helzta sem ég vil segja með þessu bréfi. Ég er þér ekki reiður, Ragnar. En ég neita því ekki, að ég er leiður. Eftir þetta bréf mitt býst ég við, að nokkur breyting verði á viðskiptum okkar. Annaðhvort verða þau alls engin – ellegar á miklu heilbrigðari grundvelli, mönnum sæmandi. Hvort heldur verður, það er undir þér einum komið. Þú mátt mín vegna sýna hverjum sem er þetta bréf. Ég mun þó ekki sýna það neinum; ekki vegna þess ég skammist mín fyrir stafkrók í því, heldur einfaldlega vegna þess, að mér finnst það engum koma við, öðrum en þér og mér. Ef ég hefði hitt þig í morgun, eins og til stóð, hefði ég sagt nákvæmlega þetta (ef ég hefði feng- ið tækifæri til), og við myndum að líkindum ekki hafa haft neina áheyrendur. Samt er ekki víst, að ég hefði munað eftir að taka sumt það fram, sem ég nú hef gert. Enn fleira gæti ég þó sagt. (Sign.) P.s. Þetta bréf má gjarnan lesa oftar en einu sinni. TMM_4_2009.indd 89 11/4/09 5:44:41 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.