Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 93
M e s s u v í n o g m y r k u r
TMM 2009 · 4 93
þetta hafi gerst? Hitti djöfullinn hann í raun? Eða var hann einfaldlega
smiðssonur með sólsting, týndur í eyðimörkinni, sagan ýkt og umbreytt
á ferð sinni um aldirnar?
„Þú vilt semsagt að ég ljúgi að fólkinu áfram?“ Hann strikar form í
gólfið með fingrinum.
„Gera ekki allir prestar það? Eða ertu viss um að allir prestar trúi öllu
því sem stendur í Biblíunni? Þarftu endilega að trúa því til að veita fólki
huggun?“
Hann lokar augunum.
Það þurfti að klippa bílinn í sundur.
Hann situr í stofunni, les bók við kertaljós. Á meðan snjóar úti, stór
snjókorn sem falla letilega til jarðar, líkari fiðri en frosnu vatni. Hann
bíður eftir að hún komi heim, kann ekki við að fara í rúmið einn. Síminn
hringir og hann stendur upp, gengur að hljóðinu á veggnum. Karlmanns
rödd, tilfinningalaus og fjarlæg, spyr hann að nafni og hvort hann sé eig
inmaður hennar. Hún hafði keyrt útaf veginum og lent á grjóti. Það var
verið að flytja hana á spítalann en þetta leit ekki vel út. Það þurfti að
klippa bílinn í sundur, mælaborðið lá í kjöltunni á henni. Lögreglumað
urinn vissi það ekki, læknarnir myndu þurfa að svara því. Selfossi.
Þórður leggur á og fæturnir gefa sig.
Hann liggur á gólfinu núna, steyttir hnefar og hné. Hjartað þegir en fer
svo af stað aftur, hvetur hann áfram. Hann er allt í einu í bílnum, að
keyra, en man ekki eftir að hafa gengið út úr húsinu. Bensíngjöfin er köld
og blaut og hann áttar sig á því að hann er berfættur. Augnlok og rúðu
þurrkur berjast við að sjá út í gegnum bleytu. Vegurinn er lengri en hann
minnti, einmanalegri.
Hann keyrir framhjá bíl sem er utan í stærðar grjóti við veginn, bjarg
sem féll úr hlíðinni. Hann þekkir bílinn, jafnvel klesstan og klipptan. Veg
urinn dregst út fyrir framan hann, lengist eftir því sem hann keyrir hrað
ar.
Læknirinn segir að hún gæti lifað, en það er ekki víst. Seinna hlustar
hann á lögreglumann segja að það hafi verið hjólför á slysstað. Einhver
hafði keyrt framhjá án þess að láta vita. Það er þetta augnablik.
„Heldurðu að konan þín viti þetta?“ spyr hún. Hann hættir að strika í
gólfið.
„Ég þarf að fara. Það fer að koma að því að einhver sjái mig hérna, og
ég vil ekki að þér verði kennt um.“
TMM_4_2009.indd 93 11/4/09 5:44:42 PM