Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 99
Tv ö l j ó ð
TMM 2009 · 4 99
ég spyr um taugagasið í ilmi þínum, þú segir að augu mín
hafi fallið í sprungur olíulitanna á portrettinu sem við
tókum úr tunnunni, glerkaffiborðið lítur út eins og fleginn
pollur, þú kemur inn og skerð sköflunginn á horninu, ég
heyri í Pamplona-nautum brussast á malarhnullungum
þegar þau hlaupa til að komast í gegnum rauðu sáraskikkj-
una þína.
Þá nótt lægði vindinn og allir ultu um koll, en fljótlega
sváfum við nokkuð vel í gróðurhúsi dælduðu af hagléli,
vöknuðum bak í bak, skammbyssur í hönd á rykugu stræt-
inu, það byrjaði að rigna svo ég skar hetjulega út hálsmál á
ruslapoka, við tókum í hendur byltingarsinna með bækl-
ing, við beygðum okkur til að klappa hundum í útjaðrinum,
þeir engdust líkt og Jóhannes Páll páfi undir kjöltudansara,
við hröktumst burt hálfspottaðir af vegfarendum, við hlup-
um, skjótandi yfir axlir okkar, þar sem múgur heykvísla
varð æstari með hverri stundu, við urðum að fara í vagni
dregnum af svönum, við slepptum taumnum og leyfðum
þeim að ráða ferðinni, á vegahótelum leyfðum við vörum
þeirra að kemba timbruð hárin á handleggjum okkar, þeir
fundu sér leið á glenntum limum okkar, á hverri siglinga-
leið lögðum við skikkjur okkar í strauminn og fórum yfir
hönd í hönd, við lærðum sögur vatnsins, við festum ól úr
tannþræði við náttfiðrildið, það leiddi okkur að mána yfir-
borðsins, svanssteggnum sem hékk kvalinn á króki mán-
ans, spegilmyndum perlukafara hjúfruðum niður á botn.
Þá nótt sváfum við á meðal skógarhöggsgoðsagna í
tjaldbúðum lygnum sem myllutjörn, við vöknuðum við að
stakur hvítur lystivagn þokaðist gegnum rennvott strætið á
gönguhraða barnaníðings, við bökuðum brauð með rakvél-
arblöðum, við færðum föngunum brauðhleifa, þeir leyfðu
vörðunum að lifa, drápu sjálfa sig í staðinn, í frístundum
okkar mældum við gráðu hallans að gleymsku, við reikn-
uðum út helmingunartíma ástarinnar, við skárum okkur á
merkingarfræði, við stríðsöskruðum út alla athöfnina, við
átöppuðum gegnumtrekk yfirlíðandi brúða, allir niður-
sturtuðu fiskarnir vöknuðu aftur til lífsins og sveifluðu sér
út í fjarska.
Við sváfum þá nótt á fleka sem flaut á rigningarpolli
ofan á flatþaktri verksmiðju, við vöknuðum á veðurbarinni
TMM_4_2009.indd 99 11/4/09 5:44:42 PM