Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 102
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n 102 TMM 2009 · 4 eskjur sem taka hann að sér og veita honum heimili og þá nánd sem hann þarfnast. Það er sem rauður þráður í gegnum bækur Bjarna, þráin eftir endurlausn heimilis og hamingju. Hún tekur hold í þeim konum sem koma inn í líf hans. Í samfélagi við þær er sem lífið finni fyrst far- veg. Hamingju og heimili er hér að finna í fangi konu. Þetta er reynsla sem margir karlmenn þekkja vel og lifa fyrir. Það væri verðugt viðfangs- efni að athuga sérstaklega konurnar í bókum Bjarna og hin mörgu hlut- verk þeirra. Í Andliti lýsir Bjarni erfiðleikum þess hlutskiptis sem hann hefur valið sér. Í lok bókarinnar er ákvörðuninni lýst. „Fyrir framan mig var bókahillan mín. Ég hafði það fyrir reglu í lífinu að kaupa aldrei bækur […] Allar bækurnar í hillunni voru því eftir önnur neðanjarðarskáld, árituð verk sem ég hafði fengið í skiptum. Ég virti fyrir mér þessa lit- skrúðugu hillu, þetta safn sem ég gerði mér allt í einu grein fyrir að væri einstakt á Íslandi og skildi að þarna, beint fyrir framan eldrautt nefið á mér, var heimurinn minn. Ég þurfti ekki að eltast við eitt eða neitt. Hér var samfélagið sem ég tilheyrði, samfélag hinna lágstemmdu drauma“ (A 267–268). Bjarni játast hér stöðu sinni og starfi. Hann er neðanjarðarhöfundur sem er á skjön við ríkjandi hugmyndir í íslenskum bókmenntum, ekki ósvipað og Immanúel í dalnum. Honum hefur ekki tekist að læra „eina einfalda setningu, þríeiningarsetninguna svokölluðu: Land, þjóð og tunga þrenning sönn og ein. Þetta var bókmenntafræðin sem ég þurfti að kunna skil á. Landið er sögusviðið. Þjóðin er efnið, sagan hennar sögutíminn. Tungan það sem sýnir að þetta ber af öllu öðru í alheim- inum“ (A 265). Inntak íslenskrar stórmennsku og minnimáttarkenndar nær ekki til hans heldur leitast hann við að koma til skila trúarlegri reynslu sem snertir iðrun, játningu, sátt og samfélag. Það gerir hann með því að nýta minni og myndir úr goðsögum og kristnum táknheimi, en nú þurfti að færa þetta inn í íslenskan veruleika. Það er varla hægt að gera á skemmtilegri máta en með því að taka djöfulinn út úr sínu goð- sögulega samhengi. Bjarni lætur Satan sækja háborg íslenskrar menn- ingar heim og setjast þar að í því allra helgasta, m.a. á B5 kaffihúsi í 101 Reykjavík. Bernharður Núll Áður en vikið er að bókinni Bernharði Núll er nauðsynlegt að huga að nokkrum þáttum í kenningu kristninnar um djöfulinn eða Satan. Erfiðleikar, þverstæður og böl heimsins eru í trúarbrögðum venjulega TMM_4_2009.indd 102 11/4/09 5:44:43 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.