Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 104
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n
104 TMM 2009 · 4
ins. Satan hefur sjálfur ekki vald heldur verður að beita öðrum, þ.e.
manninum, fyrir sig.
Í kristinni trúfræði er almennt varað við tveimur hættum í sambandi
við hið illa. Fyrri hættan felst í því að maðurinn bindi bölið, þjáninguna
og hið illa við persónu sem afvegaleiðir hann af því að hún er honum
framandi. Þessi skilningur leiðir til þess maðurinn firrir sig ábyrgð og
varpar ábyrgð sinni yfir á annan (1M 3.9–23). Seinni hættan felst í því
að maðurinn dragi úr veruleika hins illa sem valds með því að skilgreina
það í ljósi breyskleika mannsins. Slík áhersla leiðir til þess annars vegar
að hið illa endurspeglar vanþroska mannsins, sem maðurinn getur sjálf-
ur bætt í skólagöngu lífsins, eða hins vegar að maðurinn er gerður illur
í eðli sínu. Ef maðurinn er illur í eðli sínu er hann ekki virtur sem sköp-
un Guðs, en það leiðir til tvíhyggju.11
Bjarni nýtir sér hugmyndina um Satan sem föður lyginnar og blekk-
ingarinnar. Og hvergi er hún eins erfið viðfangs og í sjálfsblekkingunni,
en Bernharður Núll er fangi hennar. Nafnbótin Núll vísar til stöðu hans
og sambandsleysis við umhverfið. Hann hefur valið sér það hlutskipti að
standa álengdar við veruleikann. Hann fylgist með honum og forðast öll
samskipti við aðra. Satan hefur tekið ákvörðun um að helga sig alfarið
augnablikinu. Bernharður Núll hefur reynt að sagan og þekking á henni
gagnast lítt, hún miðlar engum sannleika; „hinar endalausu orsakakeðj-
ur mannkynssögunnar, sem aldrei byrjuðu neinstaðar og hvergi enda,
þær sem binda saman það sem menn kalla dýpt, þær leiða aldrei til vit-
rænnar niðurstöðu. Og til hvers að muna allt ef það er bara til þess að
vita ekki neitt? Þá er betra að gleyma og horfa á stundina koma og fara“
(BN 100–101).
Atburðir sögunnar eru svo margir og stórir að hún gerir hversdaginn
merkingarlausan. Bernharður ákveður því að yfirgefa söguna og hverfa
inn í algleymi núsins, en ekki sem þátttakandi heldur áhorfandi. Hann
leitast þannig við að sniðganga þjáninguna sem lífinu fylgir. Hann flýr
inn í sambandsleysið og lifir ekki sem þátttakandi heldur sem áhorf-
andi. Hugsunin að baki gjörðum hans er að líta á sig sem ekki neitt.
Þegar hann gerir eitthvað þá fer um leið eitthvað af stað sem hann ræður
ekki við og sambönd og sárindi skapast. Hann heldur sig því við
afskiptaleysið og hlutleysið. Það er staða hans og til að tryggja hana
skráir djöfullinn allt sem gerist í kringum hann á kaffihúsi B5 í 101
Reykjavík. Sambandsleysið er ástand hins djöfullega, það er tómið eða
Núll.
Bernharður Núll er ekki einfaldur og álítur sig sjá í gegnum sjálfs-
blekkingu sína. Það eina sem gefur honum tilgang er Guð. Hann er sá
TMM_4_2009.indd 104 11/4/09 5:44:43 PM