Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 105
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“
TMM 2009 · 4 105
eini sem getur fyllt upp í tómið. Djöfullinn er vegna þekkingar sinnar sá
eini sem getur ekki efast um tilvist og veruleika Guðs. Einsemd sína,
afskiptaleysi og sambandsleysi vill Bernharður Núll einmitt nýta til þess
að ná aftur til Guðs. Ná til hans sem getur fyllt upp tómið, komið á
sambandi og rofið einsemdina. Djöfullinn veit að Guð er sískapandi í
mögnuðu ferli veruleikans og hans er einmitt að leita í núinu. Í algleymi
augnabliksins, þar er Guð að finna. Djöfullinn þarfnast og þráir að Guð
líti til hans, finni til með honum og fyrirgefi. En til þess að svo verði þarf
djöfullinn að iðrast svo að Guð finni til með honum (BN 117, 177–178).
Hann þarf að fórna einhverju, en hvernig getur sá sem ekkert er fórn-
að.12 Bjarni notar hér sögu ritningarinnar um fórn Abrahams (1M
22.1–20) sem umgjörð fyrir sögu sína.13
Þeir segja að ég sé tómið. Það sem ekki er. En ég er að reyna að fylla
upp í það. Best sést þetta tóm sem viðkvæmasti punktur kvenna. Þar
er bara tóm. Ég reyni að fylla það til að gefa lífinu merkingu. Þannig
fyllir maður tómið af ást. Eða hvað? Ég þarf að læra að elska og síðan
þarf ég að sanna að ég geti það. Guð sannaði ást sína á mannkyninu
með því að fórna syni sínum Jesú. Abraham sannaði ást sína með því
að vera reiðubúinn að fórna einkasyninum Ísak. Leyndardómur ást-
arinnar liggur í fórninni (BN 43).
Bernharður þarfnast sonar til að geta fórnað svo hann geti síðan iðrast
og Guð fyrirgefið honum. Þessi áætlum opinberar sjálfhverfu Bernharðs
Núll, er hann klæðir í búning auðmýktar. Til þess að geta gert hana að
veruleika þarfnast hann einstaklinga sem eru í einlægni sinni nálægt
Guði. Hann vantar fjölskyldu og barn til að fórna. Bernharður gerir
samning við konu sem heitir Magdalena og er táknmynd lífs og lausnar.
Þegar þau hittust hafði hún misst son sinn, Ísak Mori, og er í sorg. Bern-
harður gerir við hana samning um að eignast með henni tvíbura og þar
að auki að stofna með henni kaffihúsið Demón Café. Dæmið fjármagn-
ar Bernharður með því að nýta þekkingu sína á tilviljuninni og fá ein-
lægan spilafíkil, sem kallaður er Aristókratinn, til að leggja mynt í
spilakassa. Vinningurinn er notaður til að stofna kaffihúsið. Planið
gengur upp. Magdalena eignast tvíburana Ísak og Elías. Bernharður
Núll ætlar sér að fórna þeim fyrrnefnda – eins og Abraham forðum – í
turni Landakotskirkju.
Kaffihúsinu fylgja aðrar persónur, Aristókratinn, sem er í einhvers-
konar hlutverki afa, konan og börnin tvö og þjónustustúlkan Súsanna.
Bernharður situr nú í sinni sjálfvöldu einveru og einangrun mitt í hring-
TMM_4_2009.indd 105 11/4/09 5:44:43 PM