Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 105
„ É g e r l í f , s e m v i l l l i fa , u m va f i n n l í f i s e m v i l l l i fa .“ TMM 2009 · 4 105 eini sem getur fyllt upp í tómið. Djöfullinn er vegna þekkingar sinnar sá eini sem getur ekki efast um tilvist og veruleika Guðs. Einsemd sína, afskiptaleysi og sambandsleysi vill Bernharður Núll einmitt nýta til þess að ná aftur til Guðs. Ná til hans sem getur fyllt upp tómið, komið á sambandi og rofið einsemdina. Djöfullinn veit að Guð er sískapandi í mögnuðu ferli veruleikans og hans er einmitt að leita í núinu. Í algleymi augnabliksins, þar er Guð að finna. Djöfullinn þarfnast og þráir að Guð líti til hans, finni til með honum og fyrirgefi. En til þess að svo verði þarf djöfullinn að iðrast svo að Guð finni til með honum (BN 117, 177–178). Hann þarf að fórna einhverju, en hvernig getur sá sem ekkert er fórn- að.12 Bjarni notar hér sögu ritningarinnar um fórn Abrahams (1M 22.1–20) sem umgjörð fyrir sögu sína.13 Þeir segja að ég sé tómið. Það sem ekki er. En ég er að reyna að fylla upp í það. Best sést þetta tóm sem viðkvæmasti punktur kvenna. Þar er bara tóm. Ég reyni að fylla það til að gefa lífinu merkingu. Þannig fyllir maður tómið af ást. Eða hvað? Ég þarf að læra að elska og síðan þarf ég að sanna að ég geti það. Guð sannaði ást sína á mannkyninu með því að fórna syni sínum Jesú. Abraham sannaði ást sína með því að vera reiðubúinn að fórna einkasyninum Ísak. Leyndardómur ást- arinnar liggur í fórninni (BN 43). Bernharður þarfnast sonar til að geta fórnað svo hann geti síðan iðrast og Guð fyrirgefið honum. Þessi áætlum opinberar sjálfhverfu Bernharðs Núll, er hann klæðir í búning auðmýktar. Til þess að geta gert hana að veruleika þarfnast hann einstaklinga sem eru í einlægni sinni nálægt Guði. Hann vantar fjölskyldu og barn til að fórna. Bernharður gerir samning við konu sem heitir Magdalena og er táknmynd lífs og lausnar. Þegar þau hittust hafði hún misst son sinn, Ísak Mori, og er í sorg. Bern- harður gerir við hana samning um að eignast með henni tvíbura og þar að auki að stofna með henni kaffihúsið Demón Café. Dæmið fjármagn- ar Bernharður með því að nýta þekkingu sína á tilviljuninni og fá ein- lægan spilafíkil, sem kallaður er Aristókratinn, til að leggja mynt í spilakassa. Vinningurinn er notaður til að stofna kaffihúsið. Planið gengur upp. Magdalena eignast tvíburana Ísak og Elías. Bernharður Núll ætlar sér að fórna þeim fyrrnefnda – eins og Abraham forðum – í turni Landakotskirkju. Kaffihúsinu fylgja aðrar persónur, Aristókratinn, sem er í einhvers- konar hlutverki afa, konan og börnin tvö og þjónustustúlkan Súsanna. Bernharður situr nú í sinni sjálfvöldu einveru og einangrun mitt í hring- TMM_4_2009.indd 105 11/4/09 5:44:43 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.