Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 106
S i g u r j ó n Á r n i E y j ó l f s s o n
106 TMM 2009 · 4
iðu fjölskyldulífs. Fólkið í kringum hann dregur hann hægt og hægt út
úr einangruninni og lætur hann tengjast sér sem fjölskyldu sinni. Saga
Bernharðs Núll reynist hluti af stærri veruleika. Þannig segir Magda-
lena:
Ég horfi stundum á núllið og hugsa um manninn minn. Eða öllu held-
ur, mennina mína í gegnum tíðina. Mér finnst við hafa átt þúsund
börn saman. Þúsund fallega stráka sem öllum var fórnað. Mér finnst
alltaf eins og í hvert sinn sé það seinasta. Guð muni grípa í taumana
því hann trúi á ást mannsins. Eins og þegar Abraham var haminn á
síðustu stundu (BN 127–128).
Umhverfið tekur Bernharð að sér og skilyrðislaus ást Ísaks í hans garð
kemur honum stöðugt í opna skjöldu. Hann neyðist til að yfirgefa hlut-
leysisstöðu sína og einsemd og taka þátt í lífinu með sínum nánustu.
Hann er svo að segja kallaður út úr veruleika djöfulsins, tómi sínu og
Núlli. Tengslum er komið á. Hann missir jafnt og þétt fjarlægðina á lífið
og verður hluti af því; hann er orðinn mannlegur. Áform hans og fórnin
missa vægi sitt. „Ást mín á honum [Ísaki] var blönduð ást allra annarra
sem elskuðu hann. Að hve miklu leyti var ég þá að fórna ást þessa fólks
að því forspurðu? […] Ég áttaði mig á að ég gæti ekki svarað svona
spurningum lengur því ég hafði skyndilega misst fjarlægðina á lífið“
(BN 204). Bernharður Núll var búinn að skipuleggja í þaula hvernig
hann ætlaði að blekkja drenginn svo að hann gæti fórnað honum en
þegar Ísak í einlægni og án allra blekkinga gengst við því að vera fórnað
er Bernharði öllum lokið. Hann vill hverfa frá upphaflegri ráðagerð en
af skyldurækni ætlar hann samt að framkvæma hana. Aftur er það fjöl-
skylda hans sem grípur inn í og aðstoðarstúlkan og vinur hennar, Bern-
harður Einn, taka stöðu engilsins (1M 22.11–12) og hindra fórnina.
Bjarni lýkur síðan bók sinni þar sem Ísak hjálpar föður sínum að segja
orðið sem öllu veldur. „Já, Ísak minn, við hérna öll, ég á við okkur öll
hérna […] erum bara ein stór, ein stór … […] „Fjölskylda“ kvað Ísak
Sveinn svo upp úr, eins og ekkert væri sjálfsagðara“ (BN 223). Það er
umhverfið, fjölskyldan og fólkið í kringum Bernharð sem tekur á sig
fórnina til að gefa honum líf. Þannig var það ekki Bernharður sem var
að fórna Guði einu né neinu, heldur Guð sem færði honum lífið í því
fólki sem er í kringum hann; Guð rauf einangrun og einsemd hans.
Hann hefur lagt frá sér pennann og iðrunarferlinu er lokið.
Í forgrunni sögu Bjarna eru ekki frumspekilegar vangaveltur um átök
góðs og ills heldur notar hann myndina af djöflinum til að varpa ljósi á
TMM_4_2009.indd 106 11/4/09 5:44:43 PM