Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Qupperneq 115
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 115 er líka kvöldmatartíminn og kvöldmatartíminn er stund ástarinnar. Þegar hann er ekki virtur á heimilum venjulegu fjölskyldnanna fölnar ástin og verður að endur- minningu um angan og þrá eftir því að tengjast (35). Pabbinn fæst við að mála í ellinni, hættur í múrverkinu, allir hljómsveitar- mennirnir dánir. Dagleg samskipti þeirra feðga eru ekki sérlega náin en í föst- um, vanabundnum skorðum. Móðir sögumanns kemur naumast fyrir í fyrri hluta nema sem rödd af gömlum upptökum á plötum og í útvarpi: Og kringum hásu röddina hennar mömmu sveimaði tenórsaxinn hans pabba svo óumræðilega blíður og strauk og kjassaði melódíuna af allri þeirri djúpu dýpt og mjúku mýkt sem hann þráði alla tíð svo mjög að sýna henni (49). Þessum fyrri hluta lýkur þegar síminn loksins hringir, en þá hafa augu sögu- manns hvílt á innrammaðri auglýsingu úr Mogganum um dansleik Dans- hljómsveitar Binna Frank frá deginum þegar foreldrar hans hittust fyrst. Sú saga er í forgrunni í síðari hluta sögunnar og hefst á upprifjun þessa dags fyrir 50 árum. Og hér breytist frásagnarhátturinn. Sögumaður sér og nemur allt sem heiti hefur þar sem hann stendur í útjaðri söguheimsins. Í lýsingunni á ballinu á Hálogalandi fer frásögnin á flug í fínlegri íróníu. Allt lifnar, náttúran, sem lýst er með tilþrifum og ívafi frá Steini Steinarr og öðrum góðskáldum, hljómsveit- armennirnir, textarnir, stígandin í leik hljómsveitarinnar, sveitarbragurinn, ömmur og mömmur meðfram veggjunum, uppburðarlitlir ungir menn – og ein af ungu stúlkunum sjö, heimasætan Laufey á höfuðbólinu Hálogalandi, sem sést frá tveimur sjónarhornum: Hún var ung. Hún var með rauðbrúnt hrokkið hár niður á háls og freknur á nefinu, þykkar varir og há kinnbein. Hún leit út fyrir að vera skemmtileg og hún var með stór og brún augu sem ljómuðu tilbúin að taka við heiminum og afar stórt nef sem gat greint það jafnóðum sem heimurinn færði henni. Hún var fíngerð og lágvaxin og hæglát og framhleypin. Hún var ekki fríð en hún hreyfði sig með þokka (100). Þegar hún Lulla mamma þín stóð fyrir framan okkur í hljómsveitinni – skrifaði hann mér til Kaupmannahafnar – í sínum rósfagra æskukjól fannst mér ég skilja hana, mér fannst ég væri sá eini sem myndi nokkru sinni skilja hana. Því hún var svo ung og þokkablíð er hún fór með lögin hans Binna sem væru þau henni einni samin – hvað þau og voru þá undrastund. Er hún stóð þar á mjóum skóm fyrir framan okkur, útskeif, nett og fögur þá skildi ég að hér eftir myndi það ævinlega undir mér komið hvort hún gréti; mitt hlutverk væri að sjá til þess að hún brosti; ég hefði vald á því hvort hún syrgði (106). Sögumaður setur sig í síðari hlutanum í gervi ósýnilegs áhorfanda. Í þessum söguheimi sér hann og veit og sundurgreinir út frá sínum forsendum, og það gengur fullkomlega upp. Til hliðar er vitnað í bréf föður hans með sínu sér- staka orðfæri. Og hér er hans eigin upphafi lýst: TMM_4_2009.indd 115 11/4/09 5:44:44 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.