Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 117
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2009 · 4 117
Fléttan sem fyrr var getið, símtalið sem lætur bíða eftir sér, hin óútskýrða fjar-
vera, er í raun aðeins rammi utan um þá sögu og um leið hinn djúpi undirtónn
allrar skáldsögunnar.
Þegar bókarheitinu er flett upp á bloggsíðum koma tvö lýsingarorð upp aftur
og aftur: hugljúf og ljúfsár. Það fer lítið fyrir ljúfleikanum í þeirri sögu sem hér
er sögð. Hin hófstillta frásögn er einn af meginkostum bókarinnar, en veldur
því greinilega að hún hefur verið vanmetin og lesin of yfirborðslega.
„Við mamma þurftum nálægð“. Í endurminningunni tengist móðirin
Hálogalandi, leikjum og nærveru, ilmandi lyngi, ánni, tímanum sem streymir
burt. Bréfið sést hvergi í fari föðurins, engin iðrun, engin nánd. „Við þurfum
fjarlægð til að vera nánir“ (138). Í sögulok kemur Einar að föður sínum látnum
í rúminu:
Glugginn var lokaður og ekkert í herberginu bærðist, allt var alveg kyrrt og alveg
hljótt og alveg afstaðið nema á trönunum var málverk sem sýndi hreyfingu. Það var
bátur sem sigldi hægt eftir lygnum sjó – út í bláan buskann. Himinninn var ófull-
gerður (152).
Sagan er mjög fallega skrifuð eins og tilvitnanirnar hér að ofan bera með sér og
ber af þeim skáldsögum síðasta árs sem ég hef lesið.
Árni Óskarsson
Blóm hins illa
Ólafur Gunnarsson: Dimmar rósir. JPV útgáfa, 2008.
Ólafur Gunnarsson hefur á umliðnum árum skapað sér nokkra sérstöðu meðal
þeirra íslenskra rithöfunda sem fást við sagnagerð. Hann hefur skrifað stórar
og dramatískar skáldsögur með mjög siðferðilegum, jafnvel trúarlegum undir-
tón, hefðbundnar í formi og í anda skáldsagnahöfunda 19. aldar. Oft hefur
hann fjallað um persónur sem með brestum sínum og afglapahætti leiða hörm-
ungar yfir sína nánustu og skapa glundroða allt í kringum sig. Löngu áður en
„óreiðumenn“ urðu viðtekið viðfangsefni þjóðfélagsumræðunnar hafði hann
uppgötvað seiðmagn þeirra og háska sem gerir þá að ómótstæðilegu viðfangs-
efni skáldsagnahöfundar.
Titill þessarar nýju skáldsögu hans er heiti á dægurlagi sem kom út á plötu
árið 1969 í flutningi hljómsveitarinnar Tatara og naut nokkurra vinsælda.
Nafnið vísar til hippatímans svonefnda í kringum 1970 og í kynningu bókar-
innar var mikið lagt upp úr þeirri vísun og að þar kæmu við sögu annálaðir
TMM_4_2009.indd 117 11/4/09 5:44:44 PM