Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Blaðsíða 119
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 119 eru, orsakirnar liggja jafnvel hjá fyrri ættliðum sögupersónanna, svo ein þeirra talar um „erfðasynd“ (174). Þetta er að mörgu leyti hefðbundin saga af tveimur fjölskyldum. Önnur er fjölskylda unglingsstúlkunnar Ásthildar sem er nauðgað. Afi hennar, Auðun, er orðinn gamall og heilsuveill. Honum finnst heimurinn ranglátur og ekkert skrýtið þótt menn drepi hver annan. Frá kristilegu sjónarhorni sýnir hann hroka gagnvart almættinu, neitar tilvist Guðs, storkar skaparanum og skorar dauðann á hólm. Júlía, dóttir hans og móðir Ásthildar, er dýralæknir, fögur kona og metnaðarfull í starfi. Hún þolir ekki að skepnum sé misþyrmt, en verður síðan að horfa upp á fjölskyldu sína verða ofbeldinu að bráð. Eiginmað- ur hennar, Þórður, er mótsagnakennd persóna, sósíalisti að hugsjón en bók- haldari fyrir stórkaupmenn, tvöfaldur í roðinu, lítill bógur, með minnimátt- arkennd gagnvart eiginkonu sinni, girnist stjúpdóttur sína og skammast sín fyrir það og bregst við innri togstreitu sinni með ofsa og bræði og ofbeldi gagn- vart eiginkonu sinni. Bróðir Ásthildar, Kristján, leggur stund á guðfræði í háskólanum, hjálpsamur maður og góður. Hann er fulltrúi kristinna viðhorfa í sögunni, bendir afa sínum á að bág staða okkar í heiminum stafi af því að „Adam og Eva syndguðu gegn Guði og þess vegna vorum við rekin út úr ald- ingarðinum“ (179), hvetur hann til að lúta vilja Guðs en talar fyrir daufum eyrum. Í hinni fjölskyldunni eru systur tvær, Hrafnhildur og Harpa. Þær elska báðar sama manninn, trommuleikarann Guðna, tvílráðan mann sem getur ekki gert upp á milli systranna tveggja sem þrá hann en er með hugann allan við frama sinn innan rokkheimsins. Hann minnir svolítið á Hamlet og Hrafn- hildi er á einum stað líkt við Ófelíu (52). Hrafnhildur er dugleg kaupsýslukona, en verður gagntekin öfund og reiði í garð systur sinnar þegar hún tekur saman við Guðna og verður síðan ófrísk. Harpa er aftur á móti blíð og nægjusöm og verður saklaus fyrir fólskulegri árás af hálfu bláókunnugrar manneskju. Leik- konan Brynhildur er móðir systranna tveggja, skapmikil kona úr vel stæðri fjölskyldu sem elskar eiginmann sinn, fjárglæframanninn Harald, þrátt fyrir bresti hans, þótt hann hafi sett fjölskyldufyrirtækið á hausinn og haldi framhjá henni. Haraldur sver sig í ætt við ýmsar af fyrri sögupersónum Ólafs. Hann er óreiðumaður, breyskur og hálfumkomulaus í tilverunni og leitar huggunar í framhjáhaldi og ólæknandi bíladellu. Atburðarásin er í forgrunni, eitt leiðir af öðru í þeirri vél ógæfunnar sem hér fer í gang og sjaldan staldrað lengi við hugsanir og tilfinningar söguhetjanna. Stíllinn er knappur og „kaldur“. Kaflar eru oft stuttir og miðast við að ná innan þeirra dramatísku risi. Aftur á móti má finna að byggingu sögunnar í heild. Lesandinn er ekki alltaf nægilega búinn undir það sem í vændum er svo það kemur stundum eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Ef samanburður er gerð- ur við tónverk skiptast hér ekki á hægir og ofsafengnir, lágstemmdir og hávær- ir kaflar til að skapa andstæður í frásögninni, heldur mynda þeir öllu heldur tannhjól í sömu vélinni sem sífellt æðir áfram á miskunnarlausan hátt. Ef frá eru taldir kaflar um misheppnaðar fjárfestingar og vonlausar viðskiptahug- TMM_4_2009.indd 119 11/4/09 5:44:45 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.