Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2009 · 4 um. Frelsið er ekki sjálfsagt, það grundvallast á valdi og misvægi. Rétt eins og hnattrænt flandur á einkaþotum skilur eftir sig kolvetnisspor sem einhvern veginn þarf að þrífa, þá þarf að taka til eftir hið ljúfa líf neyslunnar enda þótt afleiðingarnar sjáist ekki frá okkar hefðbundna útsýnisstað, ekki frekar en kolvetnissporið. Á Vesturlöndum hafa breyttir framleiðsluhættir gert heilu stéttirnar úreltar; einkavæðing og afbygging regluverksins hafa sleppt fjölþjóð- legum fyrirtækjum lausum á almenning en skörpustu skilin hafa að sjálfsögðu skapast á milli fyrsta heimsins og svo hinna heimanna sem koma aftar í talna- röðinni, annars heimsins og þess þriðja, „þróunarríkjanna“ sem ekki hafa fylgt stórstígum framfaraskrefum okkar. Sambandið milli „okkar“ og þeirra hefur sjaldan verið flóknara en einmitt nú – á tímum sem Samuel Huntington kenn- ir á heldur misvísandi hátt við „átök menningarheima“ en mætti sennilega frekar lýsa sem sársaukafullu breytingarferli sem gengið hefur yfir rótfastar valdablokkir heimsins.3 1. Það er um margt villandi að hefja umfjöllun um skáldverk eftir Auði Jónsdótt- ur með orðinu „póstmódernismi“. Ó-póstmódernískari höfundur en Auður hefur fram til þessa verið vandfundinn í íslenskum samtímabókmenntum, enda hefur hún jafnan virst vera á þeirri skoðun að hefðbundnar byggingarein- ingar skáldsögunnar séu traustar og standi fyllilega fyrir sínu enda þótt tím- arnir hafi tekið stakkaskiptum. Hingað til hefur það verið innihaldið sem skiptir máli í sögum Auðar, sjálft næringargildið, en ekki útlitið eða nýjabrum í framreiðslu og samsetningu. Að þessu leytinu til hefur Auður átt lítið sam- merkt með þeirri póstmódernísku sýn, þeirri björtu sjálfsmeðvitund og flökt- andi sjálfsrýni sem gera textaafurðir nýbylgjunnar að eins konar bókmennta- legum endurskinsmerkjum, hlutum sem glitra í ljósgeislum leslampans og tryggja þannig fjarlægð sína frá lesandum. Í fyrstu láta skáldsögur Auðar ekki mikið yfir sér, stíllinn er látlaus og bygging þeirra hefur jafnan verið línuleg; sjónarhornið að sama skapi óumdeilt og afstaða höfundar skýr; stundum er höfundarafstaðan jafnvel svo skýr og áberandi að það jaðrar við uppivöðslu- semi, aðrar raddir og sjónarhorn fá ekki að hljóma. En þetta þýðir þó ekki að hugtakaþyrpingin umhverfis póstmódernisma sé merkingarsnauð þegar hugað er að verkum Auðar. Líkt og komið hefur fram ber póstmódernismi með sér fjölda ólíkra fylgihnatta og skírskotana, enda er um listafræðilegt og fagur- fræðilegt hugtak að ræða, og gildishlaðið sem slíkt, en einnig félagsfræðilegt og pólitískt verkfæri; hinn póstmóderníski veruleiki er veruleiki síðkapítalismans og hnattvæðingarinnar. Þegar litast er um í íslenskri skáldsagnagerð er ljóst að enginn hefur gert sér þennan veruleika, eins og hann birtist þegar blæju neyslufrelsis og forréttinda er svipt burtu og raunveruleiki „peninganna“ birt- ist, eins og Lyotard orðar það, að efniviði á sambærilegan hátt og Auður Jóns- dóttir. Í inngangi að nýlegu ritgerðarsafni sem Auður ritstýrði í félagi við Óttar M. TMM_4_2009.indd 122 11/4/09 5:44:45 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.