Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 123 Norðfjörð, Íslam með afslætti, þar sem fjallað er um vandasamt samband ísl- ams og vestursins, sjálfa höfuðsögu samtímans, segir meðal annars að bækur „eig[i] jú að fá að njóta sín sem órjúfanlegur þáttur af samfélagsumræðunni jafnt sem heimsumræðunni“.4 Þessi orð koma auðvitað frá ritstjórunum báðum og vísa sérstaklega til viðkomandi greinasafns, en þau má í vissum skilningi yfirfæra á skáldverk Auðar sem virðast einmitt oft og tíðum eiga brýnt erindi við samfélagslegan veruleika, og þá ekki síst með þeim hætti að tengja samfélagsumræðuna eins og henni vindur fram á Íslandi við erlenda strauma. Í hverri skáldsögunni á fætur annarri hefur Auður fjallað um sam- skipti fólks sem tilheyrir ólíkum menningarheimum og hún hikar ekki við að sviðsetja verk sín á erlendri grund. Flókinn veruleiki valdatengsla og aðstöðu- munar er kallaður fram og bent er á hvernig hegðunarmynstur sem einkennist af valdamisvægi grundvallist jafnan á pólitískum og þjóðfélags-efnahagslegum forsendum. Þannig er líka óhætt að segja að í þematískum skilningi skapi stöð- ug og gagnrýnin umfjöllun Auðar um hið „útlenda“ og samband þess við hið „íslenska“ – samskipti „okkar“, forréttindahópa vestrænna lýðræðisríkja, við alla „hina“, óheppna íbúa öngstræta og afdala hins hnattvædda heims – henni allmikla sérstöðu í íslenskum nútímabókmenntum. Auður fæst við stór við- fangsefni. Hún virðist hafna þeirri hugmyndafræði að sjálfhverf tjáning lask- aðs sjálfs sé hin eina færa mótspyrna andspænis föllnum kapítalískum heimi. Þess í stað grundvalla pólitískar hugmyndir formgerð skáldsagna hennar, hún umfaðmar hugsjónir og hugmyndafræði sem drifkraft fyrir skáldskap. Þetta gefur verkum hennar sérstakt og áleitið yfirbragð og getur verið krefjandi og haft hugvekjandi áhrif á lesendur. Á hinn bóginn er pólitísk sannfæring vit- anlega engin ávísun á góðar bókmenntir. Þótt höfundur beri í brjósti brenn- andi sannfæringu um að fjölmenningarsamfélagið Ísland sé orðið til og hafi verið til um alllangt skeið þótt um það hafi ríkt þagnarhjúpur í menningunni, og að þennan þagnarhjúp beri að rjúfa – og hversu hárrétt sem allt þetta er – þá leiðir sú sannfæring ekki sjálfkrafa að marktæku skáldverki, líkt og önnur skáldsaga Auðar, Annað líf (2000), er dæmi um. Í þeirri skáldsögu voru efnis- tökin að vísu nægilega athyglisverð í sjálfu sér til að lesandi sýndi slakri úrvinnslunni nokkurt umburðarlyndi. Þarna er á ferðinni ein fyrsta skáldsagan sem tekur á hinu nútímalega fjöl- menningarsamfélagi sem smám saman hefur orðið til á Íslandi.5 Leitast er við að veita innsýn í líf tælensks nýbúa í Reykjavík, ungrar og glæsilegrar fyrrver- andi vændiskonu sem kemur til landsins sem eins konar „póstlistabrúður“ (með nokkrum mikilvægum fyrirvörum) og framvindan lýsir sambandi henn- ar við beitingakarlinn Guðjón, mann á sextugsaldri sem veitir henni húsaskjól (og deilir með henni svefnherbergi og innan skamms rúmi). Hér fer margt úrskeiðis, yfirbragð skáldsögunnar er klaufalegt og sjónarhornið á líf nýbúans litast af stöðluðum formgerðum og tekst því aldrei að vera sannfærandi. En tilraun er engu að síður gerð til að skapa samhengi fyrir skáldlega umfjöllun um hið útlenda í miðju hins innlenda, að víkka þematískar lendur íslenskra skáldsagna með því að birta mynd af samskiptum vitundar sem mótuð er í TMM_4_2009.indd 123 11/4/09 5:44:45 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.