Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 125 Bókaforlagið þjónar margþættu hlutverki í formgerð og þematísku sam- hengi verksins. Með sviðsetningunni virðist söguhöfundur að hluta til vera á höttunum eftir ákveðinni greiningu á rökvísi íslenska bókamarkaðarins og með því að fleyta söguþræðinum áfram (að hluta til) á bókmenntalegu verkbóli er sjónum beint að bókmenntum sem vöru og framleiðslu, sem iðnaði. Við- skiptavætt umhverfi nútímalegrar bókaútgáfu, og vandræðagangur Sunnu við að athafna sig innan marka þess, verður tækifæri til að koma á framfæri gagn- rýninni sýn á ýmsa anga menningarframleiðslunnar og því sem á eilítið hástemmdan hátt mætti kalla niðurlægingu listarinnar í markaðssamfélagi nútímans. Rétt er þó að taka fram að þetta er gert án þess að verkið verði nokkru sinni skrækróma; raunar er fínleg og húmorísk aðferð höfundar við að vefa þennan andpopúlíska þráð inn í framvinduna eitt af því sem stendur upp úr í bókinni. Þannig lýsa nokkrir fyndnustu en að sama skapi vandræðaleg- ustu kaflarnir því vanþakkláta verkefni að reyna að fá bækur forlagsins teknar í umboðssölu í matvörustórverslunum, en Sunna er fengin í slíkar afleysingar í upphafi sögunnar. Samkeppnin milli forlaga um að koma bókum sínum að er hörð því veltan á þessum vettvangi er mikil. „Bókabúðir“ þessar reynast hins vegar ekki mjög víðsýnar í smekk sínum, enda kannski ekki við öðru að búast af verslunarvitund sem lokuð er inni í örfáum fermetrum og er umkringd af dósamat, uppþvottaefni og pulsum. Það er hins vegar í þessu umhverfi, mitt í tilboðasúpunni og fjöldaframleiddri afurðagnægtinni sem helsta „lífæð“ íslenskrar bókmenningar slær, og í þeirri staðreynd felst ein af mörgum harm- sögum bókarinnar. Sölustjóri lágvöruverðsverslunarinnar vill þannig aðeins vinsæla glæpasagnahöfunda og fúlsar við öllu öðru, sama hvað Sunna reynir að „prútta um prósentur“ til að koma „hámenningunni“ inn meðfram reyf- urunum. Það er reyndar ekki sama hvaða reyfara er um að ræða, matvöruversl- unin vill fá bækur eftir vinsælasta höfund landsins, sakamálaséníið Valgarð Jónsson, máttarstólpa forlagsins og æskuvin Sunnu. Vonlausar tilraunir henn- ar til að fá sölustjórann til að breikka úrvalið uppskera að lokum eftirfarandi umsögn: „Vina mín, ég skal gera mitt besta, ég skal selja eins mikið af Valgarði og lýður leyfir. Ég lofa því svo að bræðurnir fari ekki á hausinn og þú missir vinnuna og allt þetta aumingjans fólk neyðist til að hætta að skrifa og þýða og teikna og búa til bækur. Allt sem gefur því yndi í lífinu. Mér er virkilega alvara. Ég vil ykkur vel“ (36). Í þessum orðum má tvímælalaust greina kaldhæðið við- horf verksins til þess söluvettvangs sem það veit að það mun sjálft enda á í jólavertíðinni. Hér er skýrlega að ýmsu að huga. Dregin er upp mynd af sakamálasögunni sem drifkrafti íslenskrar bókaverslunar; ekki er nóg með að lesendur virðist hafa lítinn áhuga á öðrum bókmenntagreinum (að sögn sölustjórans) heldur niðurgreiðir íslenska sakamálasagan bókstaflega „æðri“ listsköpun. Og það gerir hún, líkt og „vinsamlegt“ viðmót sölustjórans („Ég vil ykkur vel“) gefur til kynna, af óútskýranlegri en alltumlykjandi gæsku og fórnfýsi. Allt þetta aumingjans fólk sem vinnur við að skrifa bækur sem ekki seljast, og teiknar þess á milli sem það dútlar við þýðingar, það starfar allt í skjóli hinnar sönnu TMM_4_2009.indd 125 11/4/09 5:44:45 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.