Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 128

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2009 · 4 hugsun er metið. Þá skiptir ekki síður máli að Glæpurinn sem ekki fannst er raunverulegt rit, höfundur þess er Katrín Jakobsdóttir líkt og upphafsstafirnir hér að ofan gefa til kynna, og í kaflanum sem tilvitnunin er tekin úr leitast Katrín einmitt við að sýna fram á og einangra þá formgerðarþætti sem liggja sakamálasögunni til grundvallar.9 Þarna gerir merkileg aðferð við að innlima fræðilega umfjöllun um glæpa- söguna vart við sig, bæði með því að vitna beint í eina fræðiritið sem út hefur komið á íslensku um tegundina og með sviðsetningu námskeiðsins sjálfs. Í umfjöllun sinni um glæpasögutegundina leggur kennarinn sérstaka áherslu á að í sakamálabókum sé gjarnan dregin upp mynd af því sem hún nefnir „jað- arsamfélög“ – óvenjulegum þjóðfélagskimum sem jafnan eru góðborgaranum ókunnir, eða aðeins kunnir af (brenglaðri) afspurn.10 Þetta má til sanns vegar færa, og aðdráttarafl hinnar hefðbundnu sakamálasögu skýrist e.t.v. að hluta til af því. Glæpasagan fjallar um atburði sem eiga sér stað handan við megin- straum hins daglega lífs og skartar gjarnan persónum sem tilheyra menningar- kimum sem birta þjóðfélagslegar þverstæður, öfgar eða duldar hneigðir af einhverju tagi. Þannig má segja að sakamálasagan kortleggi veruleikann á annan hátt en hin hefðbundna raunsæisskáldsaga gerir – sýn krimmans er á yfirborðinu myrkari, hún tengist göllunum á samfélagsformgerð nútímans nánum böndum, firringu borgarinnar og óhugnaði undirvitundarinnar. Áhersla er lögð á það sem jafnan er hulið sjónum og birtu er brugðið á það sem aflaga fer. Þetta þýðir að veruleikinn verður í vissum skilningi annarlegur samhliða því að raunæistilfinning er nauðsynleg fyrir áhrif sögunnar. Þannig fetar sakamálasagan einstigi milli kóða raunsæissögunnar og gotnesku hryll- ingssögunnar, þess að gegnumlýsa umhverfið og birta innsýn í martraðar- kenndir og ótta. Á þessu er þó önnur hlið sem vikið verður að síðar, en það er hér sem spurningar vakna um hlutverk og stöðu íslensku glæpasögunnar því býsna löng bið reyndist eftir því að bókmenntategundin birtist á Íslandi sem samfelld virkni. Eða eins og kennarinn á námskeiðinu orðar það, íslenska sakamálasagan „skaut rótum snemma á síðustu öld en tók fyrst á sig skýra mynd í lok hennar“ (64). Hver er ástæðan fyrir því að nútímavæðingu Íslands fylgdi ekki tilkoma sakamálasögunnar, líkt og raunin var annars staðar í Evr- ópu? Algeng skýring á því er að margir þeir samfélagslegu þættir sem grundvalla rökvísi sakamálasögunnar hafi löngum verið fjarverandi hér á landi. Sam- félagsþróunin hafi einfaldlega verið með þeim hætti að alvarleg glæpamál hafi verið sjaldgæf og smæð samfélagsins þar að auki takmarkað mögulegt umfang og trúverðugleika þess hulduleiks sem jafnan fer fram á síðum glæpasagna. Þannig útskýrir samfélagslegt tímamisræmi milli Íslands og umheimsins fag- urfræðilegt mislag í bókmenntagreinum. Oddný tekur á sinn hátt undir þessa skýringu en útfærir hana á nákvæmari hátt: „við skulum hafa í huga að í kring- um aldamótin byrjaði heimsmynd okkar að breytast svo að nú geta íslenskir lesendur samsamað sig alvöru glæpum. Netnotkun, vaxandi fjölmenningar- samfélög og ódýrir flugmiðar innan Schengen-svæðisins ljá glæpum meiri TMM_4_2009.indd 128 11/4/09 5:44:46 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.