Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 134

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2009 · 4 Færist þar smám saman í forgrunn vinátta Arndísar við flóttakonu frá Mar- okkó að nafni Fatíma. Líkt og Gísella gerir gagnvart leigjendum sínum í fyrri bókinni nálgast Arndís þessa nýju vinkonu sína með háleitar hugsjónir að markmiði en útfærsla þeirra reynist hér líkt og þar erfið í framkvæmd. Arndís er vandfýsinn neytandi, alveg eins og merkjavörusérfræðingurinn Gísella, sem hefur lag á að laða fram það besta úr borgarsamfélaginu. Þannig er ferðalögum þeirra Sunnu um borgina lýst sem endalausri röð ævintýra. Arndís er menningarlegur flakkari Lyotards, hún lagar sig að umhverfinu auðveldlega og reynist hagleiksmanneskja þegar að því kemur að tileinka sér hið ókunnuga og blanda saman við hið þekkta. Á þessu reynast þó vera undan- tekningar. „Framandi lífsstíll heillaði þó einungis innan ákveðinna marka. Þegar við ráfuðum um í sólbakaðri sykurangan sem einkenndi borgina á góð- viðrisdögum varð stundum á vegi okkar fólk sem hún umbar engan veginn. Ólöglegur innflytjandi frá Afríku að selja fölsuð merkjasólgleraugu gat fengið hana til að agnúast lengi yfir linkind í Spánverjum, portvörðum Evrópu, eins og hún kallaði þá […] Verst þótti henni að sjá konur með slæður yfir höfðinu eða andlitinu; einhverju sinni þegar kona með höfuðslæðu varð á vegi hennar hvíslaði hún að sig langaði til að hrista hana til meðvitundar“ (49–50). Menn- ingarlegt umburðarlyndi Arndísar, líkt og svo margra, takmarkast við ytri landamæri Evrópu, það sem liggur utan mæranna í austri, heimur múslima, er ógnandi og óþekkjanlegur, og kjarnast í kvenkúgun höfuðblæjunnar. Það eru þessi mörk sem atburðir fortíðarinnar hverfast um. Fatíma aðstoðar frændur sína á ódýrum veitingastað sem Arndís venur komur sínar á og innan skamms er sú fyrrnefnda farin að kenna hinni arab- ísku. Vinskapurinn þróast áfram og að lokum treystir Fatíma þessari nýju, evrópsku vinkonu sinni fyrir því að nokkru fyrr hafi henni verið nauðgað af ókunnum manni, hún sé nú ólétt og að hún óttist mjög viðbrögð frænda sinna, þeir séu „geggjaðir“ (137), ekki síst vegna þess að hún sagði þeim ekki frá nauðguninni þegar hún átti sér stað. Þeir séu því ólíklegir til að trúa henni og þá geti verið á illu von. Arndísi er veitt aukin innsýn í veröld múslima, en að sama skapi veita kringumstæðurnar henni óvænt tækifæri til að framkvæma í reynd það sem hún í tilvitnuninni hér að ofan segist vilja gera: grípa inn í og bjarga konu undan ofríki íslams. Aðstæður Fatímu eru mjög vandasamar. Hún er ólöglegur innflytjandi og á sér því aðeins takmarkað skjól í heilbrigðiskerf- inu, hún er fátæk og ólíklegt er að fjölskyldan sýni henni nokkurn skilning (það sem síðar gerist í sögunni gefur til kynna að Fatímu hafi einmitt stafað hætta af frændum sínum). Hér hafa með öðrum orðum skapast kringumstæð- ur þar sem „inngrip“ virðist réttlætanlegt. En svar Arndísar við vandanum reynist róttækara, og jafnvel fjarstæðukenndara en nokkurn skyldi gruna. Hægt er að segja að farið sé yfir öll mörk trúverðugleika í þeim þætti úrlausnar sögunnar er viðkemur „hjálparstarfsemi“ Arndísar, og engan þarf að undra að hvarf hennar í nútíð sögunnar tengist þessum örlagaríku atburðum úr fortíð- inni (en upp um þá er að vísu ekki ljóstrað fyrr en í bláenda sögunnar), en einnig má lesa þennan hluta atburðarásarinnar sem melódramatíska tákn- TMM_4_2009.indd 134 11/4/09 5:44:46 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.