Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 135 mynd fyrir það hvernig hugsjónir spillast, og hvernig óraunsæjar áætlanir draga dilk á eftir sér. Þess má geta að stríðsrekstri vindur fram í bakgrunni sögunnar, væntanlega í Írak og/eða Afganistan, en þannig er skírskotað til annars konar „inngrips“ sem einnig var á sínum tíma reynt að réttlæta út frá mannúðarsjónarmiðum. Takmörk eru að sjálfsögðu fyrir því hversu langt er hægt að ganga með hliðarstæður af þessu tagi, en engin tilviljun er að sögu- maður greinir alltaf öðru hverju frá fréttaflutningi af framgangi stríðs „í fjar- lægu landi“ (38), minnt er á að heimurinn bókstaflega logar í illdeilum og samgangur milli menningarheimanna er oft og tíðum þyrnum stráður. Sunna byggir eigin brú milli menningarheima þótt ekki sé jafn „langt“ farið og í tilviki Arndísar. Hún eignast spænskan kærasta, Jordy, en áður hafði fram komið að faðir hennar er spænskur, hún er afrakstur einnar nætur gamans milli hans og móður sinnar sem aldrei hefur til Spánar komið, og Sunna hefur aldrei þekkt föður sinn. Dvöl hennar í Barcelona er því undirbyggð af illskil- greinanlegri löngun til að nálgast „föðurarf“ sinn, en líkt og faðir hennar stakk móður hennar af, yfirgefur hún Jordy án skýringa, og nagar sú ákvörðun hana enn tíu árum síðar. Hér skapast þó annars konar tengsl við Fatímu, og raunar þau mikilvægustu. Líkt og Fatíma verður Sunna ófrísk en ólíkt henni á Sunna sér „auðvelda“ útgönguleið. Hún flýgur til Íslands í fóstureyðingu, jafnar sig í nokkrar vikur og snýr svo aftur til Barcelona eins og ekkert hafi í skorist. Söguþróun þessi er gjörólík þeirri röð hörmunga sem þungun Fatímu reynist hafa í för með sér, og segja má að þarna birtist „raunsæi peninganna“ skýrum dráttum. Á ferðum sínum um Reykjavík í nútíð sögunnar uppgötvar Sunna að hún er aftur orðin ólétt og má þannig segja að ákveðnum hring sé lokað. Þetta þematíska skírskotunarkerfi reynist síðan tengjast sjálfum konungi saka- málasagnanna, Valgarði Jónssyni, á óvæntan hátt. Í ljós kemur að ein af ástæð- um þess að Sunna hefur hálft í hvoru forðast hann síðan þau voru saman í skóla er að hún stal frá honum rúmfötum eftir nótt eina sem þau hálfpartinn eyddu saman. Ástæðan var blettur eftir tíðablóð sem Sunna skammaðist sín fyrir. Þegar þau hittast aftur á námskeiðinu þessum áratug síðar spyr Valgarður eftir rúmfötunum, og þeim er í kjölfarið skilað. Auk þess að vera eini „glæpurinn“ sem í raun er leystur í verkinu mynda rúmfötin og tíðablóðið sérstakan vett- vang sem að sumu leyti virðist sameina vangaveltur sögunnar um barneignir, fóstureyðingar og blóði drifin örlög Fatímu. Býsna hryllileg saga sem Jordy segir Sunnu síðasta kvöldið sem þau eru saman í Barcelona gegnir sömuleiðis táknrænu hlutverki í verkinu. Hann leið- ir hana að frægu kennileiti í borgarlandslaginu, húsi sem eitt sinn var vett- vangur fyrir skelfilega röð glæpa. „Svona hryllingi er best að gleyma“ (174) segir Sunna að sögunni lokinni en Jordy svarar neitandi, „glæpirnir meg[a] aldrei gleymast. Fórnarlömbin skiptir það engu máli hvort þau voru drepin fyrir sekúndubroti eða hundrað árum. Glæpurinn er það sem eftir stendur“ (174). Þarna birtist að mörgu leyti „aðferðafræði“ sakamálasögunnar sem sögð er í Vetrarsól. Eina lausnin sem að lokum er í boði er viðnámið sem felst í því að gleyma ekki. Þegar Sunna spyr nokkru síðar hvort Jordy haldi að svona TMM_4_2009.indd 135 11/4/09 5:44:46 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.