Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 137
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 137 Það sem Oddný segir um þessar bækur á fullvel við Vetrarsól: „Í skáldsögum þar sem leikið er með glæpasagnaformið leynist oft helsta þrautin í hugarheimi söguhetjunnar, öngstrætin búa í vitundinni. Því sjálfmiðaðri sem glæpurinn er, því ríkara verður fagurfræðilegt gildi sögunnar!“ (66). Tilvísanir 1 Hér er reyndar rétt að taka fram að í enskri útgáfu La Condition postmoderne: rapport sur le savoir, sem nefnist The Postmodern Condition: A Report on Knowledge, er ritgerðin „Answering the Question: What is Postmodernism?“ jafnan látin fylgja sem viðauki en þar eru listfræði- legar vangaveltur höfundar meira áberandi. Í íslenskri þýðingu ritsins, Hið póstmóderníska ástand: skýrsla um þekkinguna (þýð. Guðrún Jóhannsdóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008) hefur sú ákvörðun hins vegar verið tekin að sleppa þessum viðauka. 2 Jean-François Lyotard. „Answering the Question: What is Postmodernism?“ The Postmodern Condition: A Report on Knowledge. Þýð. G. Bennington og B. Massumi. Minneapolis: Univer- sity of Minnesota Press, 1984, bls. 76. 3 Samuel Huntington. The Clash of Civilizations and the Remaking of World Order. New York: Simon & Schuster, 1998. 4 Auður Jónsdóttir og Óttar M. Norðfjörð, ritstjórar. Íslam með afslætti. Reykjavík: Nýhil, 2008, bls. 7. 5 Hugtakið „fjölmenningarsamfélag“ er býsna víðfeðmt og illskilgreinanlegt, ekki síst þar sem hugmyndin um fullkomlega einsleitt samfélag í nútímanum verður að teljast hæpin. Hugs- anlega má velta fyrir sér hlutfalli íbúa sem eru af erlendu bergi brotnir, og staðfesta tilvist fjöl- menningarsamfélagsins þegar ákveðnu hlutfalli hefur verið náð, en slíkri aðferðafræði hættir til að vera handahófskennd og mun að lokum stranda í skerjagarði kynslóðanna. Þá mætti velta fyrir sér þáttum á borð við komu herliðsins á Miðnesheiði og samskiptaferlinu við það, hvort „Ástandið“ hafi ekki verið kennimerki um fjölmenningarsamfélag, og þar fram eftir götum. Líklegast til árangurs þykir mér þó að horfa til viðhorfa og stofnana, og þannig kortleggja það ferli sem á sér stað þegar meðvitund vaknar um gildi þess að breikka samfélagsvíddina, þegar ráð er gert fyrir öðrum menningarhópum í lagabálkum og félagsþjónustu, þegar stofnanir eins og Alþjóðahúsið eru stofnaðar, og þegar reglur um innflytjendur og hælisleitendur verða bæði opnari og mannúðlegri. Tilvist fjölmenningarsamfélags er þá skilgreiningaratriði sem tengist hugarfari og stofnunum. 6 Samskiptum hins innlenda og hins útlenda hafa að sjálfsögðu margoft verið gerð skil í íslensk- um skáldskap, og alltof langt mál væri að gera tæmandi úttekt á því efni hér. Rétt er þó að nefna að fjölmörg verk Thors Vilhjálmssonar má tengja á athyglisverðan hátt við þetta efni og það hvernig landamæri hins íslenska og erlenda geta verið á f lökti í vitundinni. Þá fjallar Thor öðrum þræði um íslam og sjálfsmorðsárásir í Mánasigð (1976). Í víðum skilningi má einnig nefna Hægara pælt en kýlt (1978) eftir Magneu J. Matthíasdóttur og sögusafnið Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum (1985) eftir Kristján Karlsson. Í annarri tóntegund eru Engill, pípuhattur og jarðarber (1989) eftir Sjón ásamt nokkrum töfraraunsæisverkum Vigdísar Grímsdóttur. Samúel (2002) eftir Mikael Torfason, Stormur (2003) eftir Einar Kárason og Afleggjarinn (2007) eftir Auði A. Ólafsdóttur falla einnig í þennan hóp. Þessar sögur sem öðrum þræði fjalla um samskipti Íslendinga og útlendinga gerast þó flestar á erlendri grund og vitundarmiðjan er oftast íslensk persóna. Sérstaða skáldsögu Auðar Jónsdóttur felst að hluta til í því að hún gerist á Íslandi og Íslendingurinn því ekki í hlutverki aðkomumanns eða ferðalangs heldur er íslenskt samfélag sett fram sem framandi í augum aðkomumanns (það á reyndar einnig við um skáldsögu Hallgríms Helgasonar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp (2008), og hér mætti ennfremur benda á tengingu við Með titrandi tár (2001) eftir TMM_4_2009.indd 137 11/4/09 5:44:47 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.