Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Side 138
D ó m a r u m b æ k u r
138 TMM 2009 · 4
Sjón). En áhersla Auðar á pólitíska og efnahagslega hlið hnattvæðingarinnar er sérstök í sam-
hengi við ofangreindar bækur.
7 Þess má geta að líkt og Valgarður Jónsson heldur upp á tíu ára höfundarafmæli sitt í skáldsög-
unni markar Vetrarsól einnig tíu ára höfundarafmæli Auðar Jónsdóttur, en fyrsta skáldsaga
hennar, Stjórnlaus lukka, kom út árið 1998.
8 Innblástur fyrir þessa sérkennilegu bók má finna í skemmtilegri tvennu Benjamins Hoffs: The
Tao of Pooh (1982) og The Te of Piglet (1993), en þar eru einmitt austrænar lexíur settar fram í
gegnum dæmisögur af ástsælum dýrum A.A. Milnes.
9 Katrín Jakobsdóttir. Glæpurinn sem ekki fannst. Saga og þróun íslenskra glæpasagna. Reykjavík:
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan, 1999, bls. 19–41, tilvitnun sem
notuð er í Vetrarsól er á bls. 19.
10 Um þetta ferli í víðum skilningi má lesa í ágætu félagsfræðiriti Stanleys Cohens, Folk Devils and
Moral Panics. New York og London: Routledge, 2003.
11 Um hugtakið „sýndar-jafnvægi“ og afþreyingarbókmenntir, sjá Halldór Guðmundsson. Loks
ins, loksins. Vefarinn mikli og upphaf íslenskra nútímabókmennta. Reykjavík: Mál og menning,
1986, bls. 63–64.
12 Sama.
13 Vinsæl sakamálasaga Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur, dansar á athyglisverðan hátt á
mörkum þessara „takmarkana“ og nær að sumu leyti að yfirstíga þær. Samfélagsgreiningin
leysist í öllu falli ekki upp undir lok verksins heldur virkjar höfundur á býsna margbreytilegan
og meðvitaðan hátt frásagnareinkenni sem liggur sakamálahefðinni í bókmenntum, sjónvarpi
og kvikmyndum til grundvallar, þótt um það sé jafnan þagað þunnu hljóði, þ.e.a.s. ofbeldi gegn
konum, og birtir í „jafnvægislausri“ og gotneskri mynd, einmitt til að framandgera það og færa
frá orðræðusviði klisjunnar og hins normalíseraða yfir á svið hins aðkallandi og kerfislæga.
14 Fyrir frekari umfjöllun um þetta má benda á ritgerð Ástráðs Eysteinssonar, „Hvað er póstmód-
ernismi? Hvernig er byggt á rústum?“ Umbrot. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999.
Aðalsteinn Ingólfsson
Innherjar og útlagar
Icelandic Art Today. Ritstj. Christian Schoen & Halldór Björn Runólfsson, Hatje Cantz,
Þýskalandi, 336 bls.
The End: Ragnar Kjartansson. Ýmsir höfundar, Hatje Cantz, Þýskalandi, 119 bls.
Óneitanlega fylgja því blendnar tilfinningar að blaða í gegnum bækurnar tvær
sem liggja hér fyrir framan mig og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
(CIA) hefur kostað, en forstöðumaður hennar, dr. Christian Schoen, ber sér-
staka ábyrgð á. Önnur nefnist Icelandic Art Today og inniheldur fræðilegar
umsagnir um fimmtíu íslenska listamenn sem fæddir eru eftir 1950, hin er The
End: Ragnar Kjartansson, sem er gefin út í tilefni af sýningu listamannsins á
yfirstandandi Myndlistartvíæringi í Feneyjum. Öðrum þræði er fagnaðarefni
að alþjóðleg útgáfa á borð við Hatje Cantz, sem dreifir bókum sínum um allar
þorpagrundir, skuli taka þátt í þessum verkefnum af faglegum myndarskap –
TMM_4_2009.indd 138 11/4/09 5:44:47 PM