Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Síða 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 4 141 Jón Gunnar Árnason eiga ekki heiðurinn að stofnun „deildar í mótun“ við MHÍ, heldur Hildur Hákonardóttir. Einlægni, rómantík og bjór En eins og minnst er á hér í upphafi komast aðrir höfundar yfirleitt vel frá sínum textum. Sumar greinanna eru í styttra lagi; e.t.v. vegna þess að ferill við- komandi listamanna er ekki mjög langur, eða þá að ekki myndast nauðsynlegt trúnaðarsamband milli listamanns og höfundar. Textar um Huldu Stefáns- dóttur, Siggu Björgu Sigurðardóttur, Egil Sæbjörnsson og Unnar Örn Auðarson eru áberandi stuttaralegir. Texti Evu Heisler um Harald Jónsson er ansi inni- haldsrýr. Ólafur Gíslason bregður á það ráð fjalla mestmegnis um Heidegger í grein sinni um Hannes Lárusson og um mínimalisma í greininni um Þór Vigfússon. Einna læsilegastir eru bandarísku höfundarnir, Gregory Volk og Shauna Laurel Jones, en þau Æsa Sigurjónsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Þóra Þórisdóttir hafa einnig margt athyglisvert að segja um „sína“ lista- menn. Icelandic Art Today er auðvitað ekki gagnslaust rit, en gagnlegra hefði verið að setja saman samfellda sögu íslenskrar myndlistar síðustu þrjá áratugi, þar sem fleiri listamenn kæmu við sögu; þannig rit mundi þá nýtast bæði til land- kynningar og kennslu eða almennrar fræðslu innanlands. Þeir Schoen og HBR koma einnig að vali listamanns á Myndlistartvíæring- inn í Feneyjum, umfangsmestu (og dýrustu) kynningu á íslenskum listamanni erlendis sem íslenska ríkið stendur að. Val þeirra á Ragnari Kjartanssyni, 33 ára gömlum skemmtikrafti og æringja, hefur vakið töluverðar umræður í okkar litla listheimi, sem þó hafa ekki ratað inn í fjölmiðla nema að litlu leyti. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd á svipuðum forsendum og Icelandic Art Today; þar hafi vantað upp á röksemdafærslu og gegnsæ vinnubrögð. Þá eru þeir tvímenningar a.m.k. sjálfum sér samkvæmir. En vissulega hafa galgopa- legar yfirlýsingar Ragnars sjálfs ekki hjálpað til, svo og lýsingar á því frómt sagt fáránlega raunveruleikasjói sem nú stendur yfir í Palazzo Michiel dal Brusá við Grand Canal í Feneyjum undir merkjum „einlægni“, „rómantíkur“ og Nastro Azzurro-bjórs. En menn geta huggað sig við það að þetta hefði getað farið enn verr: Ragnar hefði sem best getað ákveðið að fara til Feneyja sem gamalt hliðar- sjálf, „Mr. Arse Farting“, til að setja saman viðhafnarstúku Hitlers sem hann fékk senda í pörtum frá Berlín fyrir nokkrum árum. Þá hefðu spunameistarar Schoens, þeir sem koma við sögu bókarinnar um listamanninn, loksins fengið verðugt verkefni. Leikhús og lifandi uppákomur eru að sjálfsögðu komin inn í myndlistina til að vera; hægt er að rekja þær aftur til dada og jafnvel lengra aftur í tímann. Fram á sjöunda áratuginn voru þær sama marki brenndar og hefðbundin list- sköpun í móderníska kantinum, voru hluti af framsækinni – og afskaplega alvarlegri – listrænni umræðu um mannlegt eðli og þjóðfélagið. Með tilkomu yfirborðskenndrar popplistar á sjöunda áratugnum færðist „lifandi“ list í átt til TMM_4_2009.indd 141 11/4/09 5:44:47 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.