Tímarit Máls og menningar - 01.11.2009, Page 144
144 TMM 2009 · 4
Pétur Gunnarsson
Hugleiðing um söguna
Eitt af því sem mér finnst hvað ískyggilegast við hrunið og eftirmál þess er sú
útreið sem Íslandssagan virðist ætla að fá. Þá á ég við hvernig svokallaðir fjár-
málamenn komust upp með að afbaka Íslandssöguna með innantómum glam-
uryrðum gjörðum sínum til framdráttar. Og virðist ætla að hafa þá eftirverkan
að yfir á Íslandssöguna færist eins og óþokki. Alþekkt er hvernig Þjóðverjar
voru sviptir sinni sögu í kjölfar nasismans, í 60 ár hafa þeir verið að heita má
sögulaus þjóð, sagan hefur dinglað yfir þeim eins og snara í hengds manns
húsi.
Það yrðu ömurleg býti ef sú yrði raunin með okkur Íslendinga. Ísland án
sögu kann að hljóma sem mótsögn í sjálfu sér, svona álíka og ef jöklarnir
bráðnuðu og árnar þornuðu og fiskimiðin tæmdust – Ísland yrði óbyggilegt.
Því öll okkar tilvist er órofa samofin sögu. Ásamt Færeyingum erum við ein-
asta dæmið á sögulegum tíma um þjóð sem kom að ónumdu landi, sem fékk í
vöggugjöf og tannfé heilt land án þess að ganga á rétt einhverra sem fyrir voru,
hvað þá að útrýma frumbyggjum þess. Fyrir bragðið er eitthvað ósnertanlegt
við upphaf Íslandsbyggðar sem fylgir okkur upp aldirnar, líkt og hamingjusöm
bernska ferðast með hinum fullorðna, eins þótt síðar á ævinni hafi hann á
stundum lent í ógöngum.
Of sjaldan leiðum við hugann að því hvernig þessu víkur við. Að það er
fundur Íslands á hámiðöldum og landnám sem leggur til hið óþrotlega sögu-
efni. Við getum líkt þessu við landnám mannkyns á annarri stjörnu og gerum
þá ráð fyrir að hún væri í aðalatriðum sömu kostum búin og jörðin. Það sem
hinir nýkomnu þyrftu að taka sér fyrir hendur væri í fyrstalagi að koma sér
fyrir í hinu nýfundna landi með tilheyrandi æsilegri atburðarás og að því búnu
setja sér reglur um samskipti og umgengni. En að auki framkalla hugarheim-
inn sem þau ferjuðu með sér úr gamla heiminum.
Við getum líkt þessu við það þegar við stöndum í flutningum. Að öðru hús-
næði fundnu tökum við til við að innrétta það og ráðumst í hina miklu spassl-
og málningarvinnu, flutningum á búslóð, það sem svo lengi hefur fengið að
sofa óáreitt í skápum og skúffum og á háaloftum er nú rifið fram og lyft upp í
dagsljósið. Allt sem við vorum búin að gleyma, vissum jafnvel ekki að við
ættum. Dagana sem voru á undan getum við ekki þótt ætti að drepa okkur
rifjað upp, en nú koma tímar sem standa okkur í fersku minni, við munum
eftir mannskapnum sem gekk í flutningana með okkur, slysum sem urðu,
Á d r e p a
TMM_4_2009.indd 144 11/4/09 5:44:47 PM