Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 12
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 12 TMM 2011 · 2 Sagnalist felst vitaskuld í atburðarás og persónusköpun en einnig í sköpun rýmis og vinnu með tíma, og þessar víddir varða ekki aðeins persónur og atburði í sögunni heldur skynjun og sjálfsvitund lesandans (og þar með einnig vitund hans um eigin vitund). Sterk hefðaröfl í sagnagerð ýta þessum þáttum undir yfirborð sögunnar en Thor fær lesanda sinn hins vegar ítrekað til að muna eftir þeim og hugleiða þá. Það er ein af hinum skapandi mótsögnum í textum Thors að þótt hann sækist eftir að heilla lesandann með myndvefnaði sínum, orðgnótt og málkynngi – svo mjög að sumar málsgreinar hans fara með vitund manns á fleygiferð um margbrotið sjónarsvið – þá er hann líka höfundur sem stöðvar þetta flæði og vekur mann til vitundar um að lesandinn er sjálfur í senn „persóna“ og þátttakandi í þeim málgjörningi sem á sér stað. Þannig viðurkennir hann samneytið við vitund lesandans og kallar eftir hugsun hans ekki síður en hrifum. Þegar maður nálgast sögur Thors frá þessu sjónarhorni sést að eitt af viðfangsefnum hans er umfjöllun um hugsunina og hlutverk hennar í skynjun, til dæmis hvað varðar tímann og samslátt nútíðar og for­ tíðar. Thor er eiginlega hugsunarfræðingur. Hann minnir okkur á að öll göngum við um með innbyggðar minnisbækur þar sem margt er „skráð“ og af ólíkum toga. „Þá fór hann að hugsa um hvað hann væri að hugsa“, segir á einum stað í Ópi bjöllunnar (104) og í sama verki er bent á að til þess sem hlustar berst stundum meira en það sem sagt er nú, eitthvað „sem var þá hvað sem þá var, eða var þá“. Þessi ummæli öðlast aukna dýpt lesi maður annað þá­ið í þessari tilvitnun sem nafnorð. Og síðan segir: „Hugsun um það sem var þá er ekki þá heldur eitthvað sem er nú og er nýtt af því sem var gamalt og því sem er nú og er nýtt sem er núþá“ (12). Þessi framsetning og kímnin sem í henni býr minna svolítið á suma texta Gertrude Stein en hjá bæði Stein og Thor býr einnig alvara í slíkri skörun máltilraunar og tilvistarpælingar. Og síðar í Ópinu „gengur maðurinn um hið núþálega svið“ (103), eins og við höfum öll gert og erum alltaf að gera, því að það er minnið, þá­ið, sem heldur okkur saman hvort sem okkur líkar það betur eða verr. En minnið virkar á margflókinn hátt, að einhverju leyti dulvitaðan. Það lætur ekki alltaf að stjórn. „Getur verið margur tími í senn?“ er spurt í Turnleikhúsinu (55) og þá er stutt yfir í aðra spurningu: „En var þá ekki hugarburðurinn jafn raunverulegur og annað? Allt sem þú skynjar í vöku og svefni, það sem vaknar og lifir í hugsun þinni, er það ekki veruleikinn?“ (77). Hér er jafnframt orðum komið að þeim hreyfiöflum umskipta og flæðis sem takast á og leika saman í sagnaheimi Thors. Og um sagnagerðina sjálfa er talsvert rætt í skáldsögum Thors. Í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.