Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 14
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 14 TMM 2011 · 2 málheim höfundarins. Því tungumáli verður seint fulllýst. Oft er sagt að Thor sé mikill stílisti en slík einkunn, þótt rétt sé, nær engan veginn utan um sköpunarstarf Thors í ríki tungumálsins, nær ekki að vitna um dirfskuna, nostrið, leikinn; gleðina sem stundum getur leiðst út í spuna og ærsl; allan ljóðagaldurinn sem endurnærir prósatextann við hvert fótmál; gauminn sem gefinn er minninu er býr í orðunum, í djúpi mannsins og tungumálsins. Í verkum sínum elur Thor á þeim unaði sem felst í því hvernig sjón, hljómur og hugsun safnast í tungumálið. Það er í senn næring og tjáning, andrúm og frumefni, og það er náttúrafl. Sem minnir á allt sem hér er ósagt um vegamót nútíma og náttúru í verkum Thors, um það hvernig hann endurnýjar sýn okkar á náttúruheiminn og fellir hann jafnframt inn í veröld orðanna. Eftirfarandi orð úr skáld­ sögunni Grámosinn glóir (200) eiga við um aldargamalt sögusvið en vísa allt eins til samtímans: Í blástáli hamranna speglaðist ofanvert sólsetursroðinn; bláir skuggar hjúfruðu sig hið neðra að nöktum steininum; og opnuðu hann og bjuggu atlæti mjúkt og þýtt og hugsjónafærð, fengist að stanza; staldra við. Og grámosinn beið þurr, þyrsti eftir dögg í fyrirheitum næturinnar sem beið, og var beðið. Í ferðabókinni Regn á rykið (25) segir Thor um Ítali að látæði þeirra sé svo útlistandi að þeir kæmust líklega af án tungumálsins en þeir nota það samt af ástríðu með öllu hinu táknmálinu, því að – eins og skáldið segir – „kannski eru orðin munaður sálarinnar, tónlist“. Að lokum Fyrir rúmum aldarfjórðungi þýddi Thor ljóð eftir gríska nóbels­ skáldið George Seferis, þar sem ljóðmælandi teygar „ina kórintsku sól“, les marmararústir, stikar vínekruhöf, finnur þau lauf „sem sálmur sólarinnar festir í minni / hið lifandi land sem þráin fagnar / að mega ljúka upp“. Þetta er ljóð sumarbirtu og náttúrudýrðar og endar á þessum fjórum línum sem geyma fimm orð er vega þungt þegar hugsað er til Thors og verka hans: fuglar, draumar, augu, heimurinn og hjartað:8 Grænir fuglar rista sér leið gegnum drauma mína Og ég fer burt, augu mín þrungin Endalausu bliki þar sem heimurinn verður Aftur fagur frá byrjun samkvæmt vog hjartans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.