Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 24
H j a l t i S n æ r Æ g i s s o n 24 TMM 2011 · 2 skarast. Í sérhverjum kvartett er skoðað augnablik í lífi höfundarins þegar hann fær á tilfinninguna að hann skilji stöðu sína í heildar­ samhengi hlutanna, að hann sjái inn í vídd eilífðarinnar í einni sjón­ hendingu. Staðsetningarnar sem lesa má úr titlum ljóðanna fjögurra eru staðirnir þar sem þessar upplifanir áttu sér stað.19 James Joyce notaði hugtakið „epiphany“ (vitrun, hugljómun) um þessi augnablik en sögur hans hverfast oft um slíkar stundir. „Epiphany“ er reyndar upprunalega kristið hugtak, haft um þær stundir þegar guðdómurinn birtist dauðlegum mönnum. Frægasta augnablik mannkynssögunnar af þessu tagi, fæðing frelsarans, hefur löngum verið nefnt „The Epiphany“ í hinum enskumælandi heimi.20 Í Four Quartets opinberast trú skáldsins í hugleiðingunum um þessi augnablik sem gerast „í hinum kyrr­ stæða punkti heimsins sem snýst“.21 Á stundum sem þessum verður manninum kleift að ferðast „gegnum möskva efnisins/til æ fjarlægari sjónarmiða“.22 Hannes Sigfússon fetar í fótspor Eliots þegar hann sýnir svona augna bliks upplifanir á eilífðinni í ljóðum sínum í Sprekum á eldinn. Í þriðja hluta ljóðaflokksins „Vetrarmyndir úr lífi skálda“ ríkir sökn­ uður og eftirsjá eftir horfnum heimi (stef sem kemur fyrir í ýmsum ljóðum Eliots). Von ljóðmælandans um bættan hag birtist í biðinni eftir þrumuhljóðinu, „kræklóttri vísbendingu eldingarinnar“. Það sem gefur fánýtu vetrarlífinu gildi er tilhugsun um yfirnáttúrulegt inngrip, „himinteiknið/bjart leiftur skráð í brostið vatnsauga […] vísifingur guðs“. Mennirnir eru fastir í hinum jarðneska tíma: „En við vorum tímabundin nálægum vetri“. Þá dreymir um aðra vídd sem er handan tímans: „Æ þangað munaði okkur úr fangelsi tímans“.23 Eldingin sem birtingarmynd guðlegra krafta kemur ekki fyrir í Four Quartets en kannski er nærtækt að líta til lokahluta Eyðilandsins í þessu sambandi. Sá kafli heitir „What the thunder said“ og samkvæmt skýringum Eliots er þar vísað til staðar í Vedaritunum þar sem guðirnir þiggja heilræði frá Prajapati, föður sínum.24 Maðurinn getur upplifað guð í innra lífi eins og lýst er í þriðja hluta „Burnt Norton“. Þar er lýst heimi sem er jafngleðisnauður og vetrarveröld Hannesar Sigfússonar en munurinn er sá að þegar leiftrið, hið snögga ljós, er tákn sannrar þekk­ ingar hjá Hannesi virðist Eliot fremur líta á myrkrið sem nauðsynlegt umhverfi einingarinnar við guð. Hugurinn er aðeins fær um að upplifa eilífðina þegar hann hefur verið sviptur skynjuninni.25 Að dómi Eliots eru þessar stuttu glefsur af eilífðinni það næsta sem maðurinn kemst guðdómnum. En þessar stundir eru mönnum óskiljan­ legar, mannshugurinn nær ekki utan um þær – hann getur ekki þolað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.