Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 30
H j a l t i S n æ r Æ g i s s o n 30 TMM 2011 · 2 A.G. Georgie fullyrðir að hér eigi Eliot við erfðasyndina en í erindinu á undan er talað um bölvun Adams („Adam’s curse“).48 Milljóna mær ing­ urinn gjaldþrota hlýtur þá að vera Adam sjálfur, forfaðir mannkynsins, sem kom vistmönnum spítalans í vandræði og það er hlutverk hinnar deyjandi hjúkrunarkonu („the dying nurse“) að minna okkur á þau. Hjúkrunarkonan er gjarnan túlkuð sem kristin kirkja. Til að spítalinn geti starfað eðlilega er þörf á lækni og hann finnum við í fyrsta erindi kaflans: The wounded surgeon plies the steel That questions the distempered part; Beneath the bleeding hands we feel The sharp compassion of the healer’s art Resolving the enigma of the fever chart.49 Skurðlæknirinn er særður og með blæðandi hendur. Í þessari allegóríu hlýtur hann að tákna Krist, eða að minnsta kosti fulltrúa hans á jörðinni (prestinn). Hér er minnt á þjáningu frelsarans sem fordæmi fyrir aðra menn. Við minnumst pínu Krists þegar við göngum til altaris en altaris­ sakramentið er táknrænt fyrir hold hans og blóð. Þessi „kanníbalíski“ eiginleiki kristinnar messugjarðar kemur við sögu í síðasta erindi kaflans: The dripping blood our only drink, The bloody flesh our only food: In spite of which we like to think That we are sound, substantial flesh and blood – Again, in spite of that, we call this Friday good.50 Síðasta línan er æði torskilin (og ekki auðþýðanleg heldur!). Föstu dagur­ inn langi heitir á ensku „good friday“, en orðið „good“ (góður) getur í ensku haft merkinguna „heilagur“; Biblían er til að mynda oft kölluð „The Good Book“. Í „East Coker“ er bent á þversögnina sem felst í því að kalla dauðadag frelsarans góðan. Ekki verður þó með góðu móti séð að hér sé um óblandaða ádeilu að ræða, að skáldið saki samtímamenn sína beinlínis um að hlakka yfir krossfestingunni. Línurnar eru mun skýrari í „Viðtölum og eintölum“. Í fimmta hluta þess ljóðs er brugðið upp pólitískri sýn á krossfestinguna og merkingu hennar fyrir kristnar þjóðir í nútímanum. Eftir andstyggilega lýsingu á því hvernig hermennirnir pynta Jesú Krist kemur dómur um arfleifð hans:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.