Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 30
H j a l t i S n æ r Æ g i s s o n
30 TMM 2011 · 2
A.G. Georgie fullyrðir að hér eigi Eliot við erfðasyndina en í erindinu á
undan er talað um bölvun Adams („Adam’s curse“).48 Milljóna mær ing
urinn gjaldþrota hlýtur þá að vera Adam sjálfur, forfaðir mannkynsins,
sem kom vistmönnum spítalans í vandræði og það er hlutverk hinnar
deyjandi hjúkrunarkonu („the dying nurse“) að minna okkur á þau.
Hjúkrunarkonan er gjarnan túlkuð sem kristin kirkja. Til að spítalinn
geti starfað eðlilega er þörf á lækni og hann finnum við í fyrsta erindi
kaflans:
The wounded surgeon plies the steel
That questions the distempered part;
Beneath the bleeding hands we feel
The sharp compassion of the healer’s art
Resolving the enigma of the fever chart.49
Skurðlæknirinn er særður og með blæðandi hendur. Í þessari allegóríu
hlýtur hann að tákna Krist, eða að minnsta kosti fulltrúa hans á jörðinni
(prestinn). Hér er minnt á þjáningu frelsarans sem fordæmi fyrir aðra
menn. Við minnumst pínu Krists þegar við göngum til altaris en altaris
sakramentið er táknrænt fyrir hold hans og blóð. Þessi „kanníbalíski“
eiginleiki kristinnar messugjarðar kemur við sögu í síðasta erindi
kaflans:
The dripping blood our only drink,
The bloody flesh our only food:
In spite of which we like to think
That we are sound, substantial flesh and blood –
Again, in spite of that, we call this Friday good.50
Síðasta línan er æði torskilin (og ekki auðþýðanleg heldur!). Föstu dagur
inn langi heitir á ensku „good friday“, en orðið „good“ (góður) getur í
ensku haft merkinguna „heilagur“; Biblían er til að mynda oft kölluð
„The Good Book“. Í „East Coker“ er bent á þversögnina sem felst í því
að kalla dauðadag frelsarans góðan. Ekki verður þó með góðu móti séð
að hér sé um óblandaða ádeilu að ræða, að skáldið saki samtímamenn
sína beinlínis um að hlakka yfir krossfestingunni.
Línurnar eru mun skýrari í „Viðtölum og eintölum“. Í fimmta hluta
þess ljóðs er brugðið upp pólitískri sýn á krossfestinguna og merkingu
hennar fyrir kristnar þjóðir í nútímanum. Eftir andstyggilega lýsingu
á því hvernig hermennirnir pynta Jesú Krist kemur dómur um arfleifð
hans: