Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 108
Á d r e p u r 108 TMM 2011 · 2 hafa 34 karlar fengið þau og 9 konur. Egill hefur verið fljótur að finna þessar handhægu upplýsingar. Það hvarflar hins vegar ekki að þáttagerðarmannin­ um að spyrja spurninga. Hvers vegna er þetta svona? Egill hefur kannski ekki tíma til annars en að krafsa á yfirborð­ inu. Til of mikils mælst að hann geri ann að. Tími kostar peninga. Egill er önnum kafinn maður. Hann er stjórnandi tveggja vinsælla þátta er varða samtímann. Það eru auðvitað tak­ mörk fyrir því hversu djúpt hann getur kafað ofan í samfélagsvitundina. Við trúum ekki öðru en þetta hafi vakið hann til umhugsunar þó svo það hafi ekki beinlínis komið fram í svari hans. Til dæmis væri fróðlegt að spyrja: Hvar liggur meinið? Hvert er t.d. kynjahlut­ fall þeirra sem koma með handrit til forlaga, hverjir ráða þar útgáfu og hverj­ ir hljóta þar náð? Það er spurning hvort einhver munur er á efnistökum kynjanna. Menn velta fyrir sér hvað er spennandi að gefa út og söluvænlegt. En hér gerum við kannski ofurmannlegar kröfur til þáttagerðarmannsins? Hvað á að prýða góðan sjónvarpsþátt og stjór­ nanda hans? Á hann að spegla samtím­ ann eins og hann er – það gerir Egill mjög vel. Eða á hann að hrista upp í samtímanum – t.d. með því að taka tillit til kynbundinna sjónarmiða við grein­ ingu og koma með tillögur til úrbóta út frá því? Vinna með kynbundin sjónarmið felst einkum í því að rannsaka mat og reglur sem varða samskipti karla og kvenna. Athuganir geta beinst að félags­ legum, hugmyndalegum eða bók­ menntalegum þáttum. Rétt eins og heildina ætti að rannsaka hvert einstakt atriði út frá kynbundnu sjónarmiði, til dæmis þekkingarfræði, mannskilning, valdastöðu, reglur og árekstra í samfé­ laginu og svo bókmenntastofnunina. Þannig séð skapar kynbundið sjónarmið nýja þekkingu og beinir athygli að nýjum vandamálum og rannsóknar­ verkefnum. Oft getur þetta sjónarmið varpað ljósi á gamlar, velþekktar rit­ smíðar. Jafnframt er það undirstaða gagnrýninnar rannsóknar á félagslegri venju. Karlar eru í aðalhlutverki í bókum Lærdómslistafélagsins. Egill spyr reynd­ ar mikilvægrar spurningar í því sam­ bandi: er heimspekin karlkyns? Þarna hefði hann getað haldið áfram og rann­ sakað. Hvert er t.d. hlutfall kynjanna við heimspekideild HÍ, eru konur þar ef til vill í meirihluta? Ef við gefum okkur það, þá er eitthvað sem ekki stemmir, það er eitthvað að. Það er augljóst að Egill hefur mikið að gera enda sinnir hann krefjandi starfi og gerir vel. Það er auðvitað til of mikils mælst að hann hefji rannsókn á hlutfalli kynja í bókmenntaheiminum á Íslandi. Rannsókn krefst tíma. Egill er svo sem ekki sá eini innan fjöl miðla­ heimsins sem brenndur er þessu marki tímaskorts. Þannig finnst okkur yfirleitt fjölmiðlar almennt krafsa á yfirborðinu. Og það hlýtur að leiða til ákveðinnar niðurstöðu: Krafs veldur áhugaleysi. Við spyrjum: Hvers vegna er t.d. ekki fjallað um barnabækur í Kiljunni? Þessar bækur skipta bæði karla, konur og börn í landinu miklu máli. Oft heyrast þau orð í bókmenntaum­ ræðunni að þessi eða hinn höfundurinn hefði þurft harðari ritstýringu. Lítum fram hjá þeirri spurningu hvort stýra þurfi orðlist harðar og meira en öðrum listgreinum. Spurningin er kannski hvers konar ritstýringu er verið að tala um. Hver á að stýra og í hvaða átt, hvað á strikið að vera, svo leitað sé í sjó­ mannamál? Hver ætti reynsluheimur ritstjóranna að vera, getur karl ritstýrt konum og öfugt? Ef til vill þarf að stýra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.