Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 135 vera kominn til að „gera loks eitthvað við þessa hugmynd sem hefur sótt á mig svo lengi; að segja sögu af ferðalagi sem aldrei var farið“ (148). Bíddu við, spyr maður sig þegar þarna kemur sögu, er hann að segja að bókin sé skáldskapur, hann hafi aldrei farið til Færeyja? Í framhaldinu veltir sögumaður einmitt vöngum yfir eðli frásagnar: „Eins veit ég að allar skáldsögur eru ferðasögur,“ segir hann. „Og að engin ferðasaga er sönn“ (148). Ef verkið hefur verið skáldað fram að þessu þá ber Huldar skáldskapnum fag­ urt vitni. Hitt er svo annað að sumir eru þeirrar skoðunar að „hinn söguleiki „veruleiki“ … verði því aðeins merking­ arbær að hann sé endurskapaður sam­ kvæmt lögmálum bókmenntanna“, eins og Sigurður A. Magnússon orðaði það eitt sinn (Í tíma og ótíma, 30). Í þeim skilningi er allt eins konar skáldskapur, lögmál skáldskaparins einu aðferðirnar sem okkur standa til boða til að koma veruleik anum á framfæri og því allt í vissum skilningi skáldað. Það eitt að skrifa feli í sér skáldun eins og banda­ ríski rithöfundurinn Philip Roth hefur sagt; þegar reynt sé að flytja raunveru­ lega persónu inn í texta umbreytist hún í eitthvað annað. Hlutverk skáldskapar­ ins í miðlun er að margra mati, ekki síst póstmódernista, mjög fyrirferðarmikið og sagnfræðingar hafa velt því töluvert fyrir sér á undanförnum áratugum. Þeir hafa orðið meðvitaðri um tungumálið sem félagslega afurð og að orðaforði og orðræðuhefð hafa áhrif á frásögn og túlkun sagnfræðingsins. Eins hafa þeir gert sér grein fyrir því að textinn „hefur ávallt ákveðna bókmenntalega eigin­ leika sem hafa ekki með vísindi að gera heldur rithefðir“, svo vitnað sé í grein eftir Guðmund Jónsson sagnfræðing (Hvað er sagnfræði? 66–67). Í dagbókarbrotinu undir lok bókar Huldars er minnst á að sögumaður hafi rambað inn á bókasafn. Lýst er einni „af þessum gráhærðu bókanunnum“ (14) eins og það er orðað. Sögumaður segist síðan hafa farið í landafræðihilluna og fyrr en varði verið sestur með bók sem hét Faroe Islands: the Bradt Travel Guide. Ég leitaði að bókinni á netinu og komst að því að þetta var raunveruleg bók. Þá fór ég í Gegni, upplýsingaveitu bókasafnanna, og athugaði hvort bókin væri til á bókasafninu í Hveragerði. Svo reyndist ekki vera en aftur á móti var til eintak á Selfossi. Þegar hér var komið sögu mátti ekki á milli sjá hvað væri satt og hvað logið. Ég ákvað að hringja á bókasafnið í Hveragerði. Fyrir svörum varð Hlíf S. Arndal og af röddinni að dæma var hún ekkert farin að grána. Hún sagðist muna eftir Huldari og hafa skemmt sér yfir lýsingu hans á sér í bókinni. Ég spurði hvort áðurnefnd ferðahandbók væri til á safninu og sagðist hún halda að svo væri ekki en bauðst til þess að ganga úr skugga um það fyrir mig. Stundarkorni síðar fékk ég svohljóðandi tölvubréf frá henni, birt með leyfi bréfritara: Eins og mig minnti eigum við ekki þessa kilju sem Huldar segist hafa blaðað í hér í safninu, þótt við eigum nokkrar bækur um Færeyjar. Það er því hans skáldaleyfi. Ég get staðfest að hann kom hingað og honum dvaldist við landafræðihilluna og fletti þar bókum og las smávegis, en þessa bók fékk hann ekki að láni hjá okkur. Lýsingin á bókaverðinum (mér, geri ég ráð fyrir) er mjög líklega nærri sannleikanum og það var eiginlega fyndið að uppgötva hvernig maður kemur ókunnugum fyrir sjónir niðursokkinn í vinnuna þegar róleg stund gefst. Ég hef lesið þennan kafla nokkrum sinnum á bókakynningum og almennt hefur fólk haft gaman af.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.