Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 34
Þ r ö s t u r H e l g a s o n 34 TMM 2011 · 4 hann sé kominn í göngutúr hættir hann við: „Henni hefði líklega verið nokkurnveginn sama“ (bls. 63). Öll náttúran í sögunni ber hér eftir vitni um ræktun og meðhöndlun (karl(?))mannsins. Póststrúktúralistinn Jacques Derrida lagði út af kenningu strúktúralistans Lévi­Strauss um hrátt og eldað á þann veg að náttúran væri frá byrjun elduð; um leið og maðurinn hugtekur hana er hún ekki lengur náttúruleg eða upprunaleg heldur meðhöndluð, manngerð, tilbúin – steikt, eins og Derrida segir10 – hún verður landslag. Þegar hér er komið sögu verða því (hugsunar) söguleg skil sem Gyrðir leggur frekar út af í lokahluta textans. Kjúklingabú eru sennilega ein skýrasta birtingarmynd hinnar ónátt­ úrulegu náttúru og framleiða jafnframt eina af ólystugustu en þó eftirsóttustu afurðum (matar)menningarinnar.11 Söguhetja Gyrðis staðnæmist við búið sem er „hvítmálað einsog hin húsin“ því það er búið að krota á vegginn „sem sneri að göngustígnum upp að skógræktinni“ (bls. 61). Veggjakrotið – sem er höfundarlaus eða óskilgetin list, óviðurkennd (utan stofnana) og að margra mati óæskileg list eða and­ samfélagsleg (á jaðrinum) – samanstendur af tveimur setningum: JESÚS VAR BLINDUR SMÁHESTUR. ÞAÐ ER GOTT AÐ RÍÐA TRÖLLUM. Engin augljós merkingarleg tengsl eru á milli setninganna og einar og sér virðast þær út úr kú. Í sögunni mætti þó sjá þematísk tengsl við Jesú í paradísarmissinum, sem áður var nefndur, og tröll sem í fornnorrænni sagnahefð standa iðulega á mörkum náttúru og menningar, eiga upp­ runa sinn í báðum heimunum og eru því millistig af því tagi sem Strauss talar um. Bæði Jesús og tröll eru sömuleiðis yfirnáttúruleg fyrirbæri en hugtakið felur í sér samslátt menningar og náttúru. Að auki eru bæði Jesús og tröllin goðsagnaverur en goðsagnir voru einmitt meginvið­ fangsefni Strauss. Söguhetjan les þetta aftur og aftur og fær engan botn í það en tekur sérstaklega eftir að „veggjakrotarinn hafði haft fyrir því að setja punkta aftan við setningarnar, nokkuð sem var ekki algengt hjá þeirri manntegund“ (bls. 61–2). Athugasemdin er athyglisverð því að punkturinn táknar endanleika, að setningin sé fullkláruð og merking hennar einnig, heild sem upphafsstafurinn og punkturinn ramma inn; hann býr til samhengi, stöðvar (merkingar)flæðið, lokar text­ anum. Punkturinn er með öðrum orðum tákn stofnunarinnar, hinnar fastmótuðu merkingar.12 Í raun er hann, eins og sögupersóna Gyrðis bendir á, andstæður öllu sem veggjakrot(arinn) stendur fyrir í listheim­ inum sem er hið villta og óhamda. Og í samhengi sögunnar – og hinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.