Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 34
Þ r ö s t u r H e l g a s o n
34 TMM 2011 · 4
hann sé kominn í göngutúr hættir hann við: „Henni hefði líklega verið
nokkurnveginn sama“ (bls. 63). Öll náttúran í sögunni ber hér eftir vitni
um ræktun og meðhöndlun (karl(?))mannsins. Póststrúktúralistinn
Jacques Derrida lagði út af kenningu strúktúralistans LéviStrauss um
hrátt og eldað á þann veg að náttúran væri frá byrjun elduð; um leið og
maðurinn hugtekur hana er hún ekki lengur náttúruleg eða upprunaleg
heldur meðhöndluð, manngerð, tilbúin – steikt, eins og Derrida segir10
– hún verður landslag. Þegar hér er komið sögu verða því (hugsunar)
söguleg skil sem Gyrðir leggur frekar út af í lokahluta textans.
Kjúklingabú eru sennilega ein skýrasta birtingarmynd hinnar ónátt
úrulegu náttúru og framleiða jafnframt eina af ólystugustu en þó
eftirsóttustu afurðum (matar)menningarinnar.11 Söguhetja Gyrðis
staðnæmist við búið sem er „hvítmálað einsog hin húsin“ því það er búið
að krota á vegginn „sem sneri að göngustígnum upp að skógræktinni“
(bls. 61). Veggjakrotið – sem er höfundarlaus eða óskilgetin list,
óviðurkennd (utan stofnana) og að margra mati óæskileg list eða and
samfélagsleg (á jaðrinum) – samanstendur af tveimur setningum:
JESÚS VAR BLINDUR SMÁHESTUR.
ÞAÐ ER GOTT AÐ RÍÐA TRÖLLUM.
Engin augljós merkingarleg tengsl eru á milli setninganna og einar og
sér virðast þær út úr kú. Í sögunni mætti þó sjá þematísk tengsl við Jesú
í paradísarmissinum, sem áður var nefndur, og tröll sem í fornnorrænni
sagnahefð standa iðulega á mörkum náttúru og menningar, eiga upp
runa sinn í báðum heimunum og eru því millistig af því tagi sem Strauss
talar um. Bæði Jesús og tröll eru sömuleiðis yfirnáttúruleg fyrirbæri en
hugtakið felur í sér samslátt menningar og náttúru. Að auki eru bæði
Jesús og tröllin goðsagnaverur en goðsagnir voru einmitt meginvið
fangsefni Strauss.
Söguhetjan les þetta aftur og aftur og fær engan botn í það en
tekur sérstaklega eftir að „veggjakrotarinn hafði haft fyrir því að
setja punkta aftan við setningarnar, nokkuð sem var ekki algengt hjá
þeirri manntegund“ (bls. 61–2). Athugasemdin er athyglisverð því að
punkturinn táknar endanleika, að setningin sé fullkláruð og merking
hennar einnig, heild sem upphafsstafurinn og punkturinn ramma
inn; hann býr til samhengi, stöðvar (merkingar)flæðið, lokar text
anum. Punkturinn er með öðrum orðum tákn stofnunarinnar, hinnar
fastmótuðu merkingar.12 Í raun er hann, eins og sögupersóna Gyrðis
bendir á, andstæður öllu sem veggjakrot(arinn) stendur fyrir í listheim
inum sem er hið villta og óhamda. Og í samhengi sögunnar – og hinu