Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 36
Þ r ö s t u r H e l g a s o n 36 TMM 2011 · 4 stutta stund en smám saman rennur upp fyrir henni að hún hafi verið fangi eigin vitundarleysis allan þennan tíma. Undir lok verksins finnst konunni eins og hún sé aftur að lokast inni í eigin vitund og geti ekki hreyft sig.16 Söguhetja Gyrðis finnur sömuleiðis til einangrunar: „Ein­ hvernveginn fannst mér aldrei nógu gott að vera bara þar sem ég var“ segir hann og bætir við að hann hafi alltaf þurft að hugsa sér að hann „væri á einhverjum öðrum stað“ (bls. 63). Þetta var ástæðan fyrir því að hann ók út af, hann hafði ímyndað sér að hann væri langt í burtu og „hafði hætt að hugsa um veginn og aksturinn“ (bls. 63). Munurinn er hins vegar sá að sögupersóna Gyrðis virðist upplifa sig sem fanga í vitundarheiminum (eða menningunni) en konan í leikriti Pinters er fangi vitundarleysis (um menninguna).17 Maðurinn heldur göngu sinni áfram og kemur inn í rjóður þar sem grill og leiktæki hafa „verið sett upp fyrir þorpsbúa til að halda sumarhátíð sína“ (bls. 63). Sagan gerist vel að merkja um miðjan júlí, þótt hitinn sé „varla nema 10 stig“ (bls. 60), og frost ætti að vera farið úr jörðu, náttúran að hafa lifnað við. En í ljósi kenninga Lévi­Strauss er það auðvitað kaldhæðnislegt að nota grill til þess að fagna því að nátt­ úran hafi lifnað við. Og til þess að undirstrika þessa grillun náttúrunnar þá sér söguhetjan „skyndilega móta fyrir einhverju torkennilegu“ þar „inn á milli trjánna“ (bls. 63) (í hinu menningarlega, eldaða, landslagi). Þetta er dauður hundur. Hann er með „stórt sár á bringunni“ (bls. 64), líklega eftir skot. Og augun eru furðulega starandi, „líkt og hann [sé] að horfa á eitthvað stórmerkilegt sem hann gæti ekki með nokkru móti skilið“ (bls. 64). Maðurinn sér ekki betur en þetta sé „hreinræktaður Labradorhundur“ (bls. 64). Öll dýrin í sögunni eru húsdýr, hrein og ræktuð eins og eiginlega öll náttúra sem birtist í sögunni, en út frá kenningu Lévi­Strauss eru húsdýr bæði náttúruleg og menningarleg, eins og tröllin. „Hver vill drepa svona skepnu“ hugsar maðurinn með sér (bls. 64). Hann segist ekki hafa séð þennan hund áður en það sé ekki að marka því hann sé ekki vanur að fara mikið um þorpið og hafi líka ekki verið þarna svo lengi, fyrr en þetta sumar: „Við höfðum búið hér fyrir löngu, en sá tími var næstum einsog í öðru lífi, það var svo fjarlægt, og margt hafði breyst síðan þá“ (bls. 64). Maðurinn virðist upplifa sig ókunnugan í kunnuglegum heimi, á ekki ósvipaðan hátt og konan í leik­ verki Pinters.18 Kannski má segja að hann skorti ákveðna túlkunarlykla til þess að líða eins og heima hjá sér. Hundurinn og öll þessi eldaða nátt­ úra er honum framandi, rétt eins og veggjakrotið. Maðurinn réttir þrátt fyrir það úr sér og gengur „kurlstíginn sömu leið til baka, enn hægar en fyrr“ og styður sig „fastar við stafinn“ (bls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.