Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 44
N j ö r ð u r P. N j a r ð v í k 44 TMM 2011 · 4 sest Halldór loks við og ritar fyrsta bindið um veturinn og birtist á prenti ári síðar, haustið 1943. Kosin hafði verið milliþinganefnd í maí 1942 til þess að gera tillögur um breytingar á stjórnskipunarlögum ríkisins, og var jafnframt ljóst að stefnt yrði að sambandslitum við Dani og stofnun lýðveldis. Það er við þær aðstæður sem Halldór leitar á vit sögunnar til að færa mönnum skilning á samtímanum og því sem framundan er. Því að allar sögulegar skáldsögur ganga ævinlega út frá samtímanum. Annars ættu þær tæpast erindi. Þannig er Íslandsklukkan öðrum þræði táknræn frásögn sem ætlað er að spegla grundvallarskilning á Íslandi og íslenskri þjóð. Brotin klukka kemur raunar skömmu áður fyrir í skáldskap Hall­ dórs, nánar tiltekið í 8. kafla Fegurðar himinsins (1940), fjórða bindis sögunnar af Ólafi Kárasyni, þar sem Jason bóndi segir skáldinu frá því þegar safnað var öllum kopar til að flytja til Kaupmannahafnar: „Og þó keyrði um þverbak,“ segir hann, „þegar þeir tóku niður kirkjuklukk­ urnar í Bervíkurkirkju, sem voru orðlagðar um allar sýslur fyrir hve fagur var í þeim hljómurinn. Þær höfðu fylgt staðnum síðan í pápisku. Þessar hljómfögru klukkur létu þeir dönsku brjóta í smátt til þess að þær færu betur í klyf og reiddu þær síðan til sjávar. Síðan var koparinn bræddur upp og hafður í hallarþök í Kaupinhafn.“ Sagan sem fékk heildarheitið Íslandsklukkan hefst og henni lýkur á Þingvöllum, þeim stað er allt snýst um í þjóðarvitund okkar, hvort heldur er frelsi eða niðurlæging. Böðullinn Sigurður Snorrason lætur Jón Hreggviðsson höggva niður þessa klukku, þrátt fyrir mótmæli gamla mannsins í Bláskógum. Hann segir að þessa klukku megi ekki brjóta, hún hafi fylgt Alþingi við Öxará síðan það var sett, og hafi Austmenn fundið hana í einum helli við sjó þegar þeir komu að auðu landi, ásamt krossi sem nú er týndur. Þannig er klukkan tvöfalt tákn, ekki aðeins jákvætt sem elsta sameign þjóðarinnar, heldur einnig neikvætt, – enda var henni hringt fyrir aftökur manna. Og þar með tengist hún leiðarstefi allrar sögunnar: ranglæti og réttlæti – og réttlæti sem reynist ranglæti. Hið sama réttlæti og hið sama ranglæti sem þjóðin hefur einatt barist við – og gerir enn. Um það hefur hinn hrakti alþýðumaður, Jón Hreggviðsson, ýmislegt að segja. „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti,“ segir hann. „Ég hræki á Þá Stóru þegar þeir dæma rangt … Og þó hræki ég enn meira á þá þegar þegar þeir dæma rétt, því þá eru þeir hræddir. Ætli ég ætti ekki að þekkja minn kóng og hans böðul. Ég hef höggvið niður Íslands­ klukkuna, feingið spænska treyu útí Lukkstað og tekið mitt faðirvor í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.