Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 112
Á d r e p u r 112 TMM 2011 · 4 kenninga frá um 1900, eða yngri, frá um 1920–1930.21 Dulvitundin spilar t.d. stórt hlutverk í kenningunni um þrí­ skiptingu hugans í það, sjálf og yfirsjálf, því samkvæmt kenningunni er þaðið algerlega dulvitað, en sjálfið og yfirsjálf­ ið aðeins að hluta dulvitað (hinn hlut­ inn er meðvitaður).22 Þegar Freud greinir draum er dulvit­ undin alltaf í forgrunni. Draumar, segir Freud, eru afskræmdir af dulvitundinni. Það er dulvitundin sem gerir þá óljósa og rænir þá augljósu innihaldi þeirra, með þeim afleiðingum að þá þarf að túlka, til að skilja megi raunverulega merkingu þeirra.23 Svipað gildir um ýmis mismæli og pennaglöp.24 Ekki er minnst á þetta samspil dul­ vitundarinnar og þaðsins, sjálfsins og yfirsjálfsins í greiningunni á Nætur­ vaktinni. Hvergi þarf túlkun á hlutverki persónanna, Georgs, Daníels og Ólafs vegna afskræmingar dulvitundarinnar. Þannig er eins og dulvitundarstigið, sem Freud taldi sig iðulega vera að brjótast inn í, sé ekki til staðar í þáttunum. Þetta gerir þættina vitanlega gerólíka mis­ mælum eða draumum þar sem brjótast þarf inn í dulvitundina. Því er tæplega hægt að halda því fram að beitt sé sams konar aðferðum í greiningu á Nætur­ vaktinni og Freud beitti á mismæli og drauma, gagnstætt því sem Andri og Steinar halda fram. Er sálgreining svarið? Í greininni er ýjað að því að til að geta skilið og læknað vandamál hug ans, t.d. þunglyndi eða kvíða, sé ekki nóg að rannsaka erfðamengi manns ins og nota lyf (!)25, heldur þurfi einnig að gaumgæfa rætur vand ans í hinni meintu dulvitund. Andri og Steinar orða þetta svona: Er ekki búið að lofa okkur lausn allra vandamála með því að einangra gen og búa til sérhæfð, einstaklingsmiðuð lyf sem lækna hvaða kvilla sem er? Loforðið stendur, en aftur á móti gerir sálgreiningin okkur ljóst að ekki er hægt að ráðast að rótum vandans (þunglyndi, drykkjusýki o.s.frv.) með því að rann­ saka genamengi mannsins, raunar eru þau gagnslaus út af fyrir sig sem einangr­ aður orsakaþáttur, einnig þarf að taka til greiningar sálræna þætti í undirliggjandi formgerð persónuleikans.26 Og til að kanna þessa formgerð og með því lækna vandamálin, sé sálgreining kjörin, segja þeir án þess þó að færa nokkur rök fyrir því að sálgreining sé í raun heppileg meðferð! Andri og Steinar virðast vilja að sál­ greining eigi stærri hlut í þeim meðferð­ um sem eru í boði við sálrænum vand­ kvæðum.27 Virðast þeir enn fremur eiga við sálgreiningu í anda Freuds. Umræð­ an hér á eftir miðast við slíka sálgrein­ ingu.28 Í þessu sambandi er ekki átt við að sálgreining jafnist á við að fara til sálfræðings, eins og margir virðast halda, heldur að sálgreining sé tiltekin aðferð til að fást við sálræn vandamál. Þær aðferðir eru margar og misjafnar og ganga undir ýmsum nöfnum.29 En hver er afrakstur sálgreiningar eftir meira en öld af rannsóknum og meðferðarstarfi? Skilar sálgreining árangri sem meðferð? Þessi spurning er mikilvæg, ef sálgreining á að teljast hefðbundin meðferð, eins og til dæmis geðlyf teljast vera. Í samtímanum er nefnilega gerð mun sterkari krafa um að meðferðir virki en áður fyrr. Fyrir t.d. hálfri öld voru ekki gerðar jafn miklar kröfur um að meðferðir virkuðu, svo ekki sé talað um fyrir öld.30 Sannleikurinn er sá, að sálgreining hefur borið rýran ávöxt. Árangur af meðferð með sálgreiningu er lítill sem enginn. Þetta hafa rannsóknir31 sýnt. Þær sýna að sálgreining sem meðferð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.