Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 113
Á d r e p u r TMM 2011 · 4 113 hefur mjög lítið að segja við algengum kvillum eins og t.d. þunglyndi eða kvíða. Má telja öruggt að aðrar meðferð­ ir virki betur. Ekki hafa verið færð sannfærandi rök fyrir því að sálgreining gagnist við öðrum kvillum heldur.32 En á mun skemmri tíma en sálgrein­ ing hefur verið til, hafa aðrar meðferðir farið að skila árangri, eins og t.d. hug­ ræn atferlismeðferð (HAM; Cognitive Behavioral Therapy). Skoðum aðeins dæmi um kvilla sem öllum meðferðar­ aðilum gekk illa að höndla, óháð aðferð, þar til fyrir um 20–30 árum; áráttu og þráhyggju (Obsessive Compulsive Dis­ order, OCD). Árátta og þráhyggja var talin mjög erfitt vandamál, jafnvel ólæknanlegt, en hún einkennist af áleitnum og óþægilegum hugsunum (þráhyggju) sem sækja á fólk án þess að það ráði við það (t.d. að segja óvart eitt­ hvað klúrt). Í flestum tilfellum er um fleiri en eina þráhyggju að ræða í einu. Þráhyggja vekur upp kvíða og ugg, sem verður gjarnan til þess að fólk gerir hluti eða forðast eitthvað (árátta) sem öðrum kann að virðast undarlegt og jafnvel óskiljanlegt (t.d. forðast að vera innan um ókunnuga). En áráttan á að koma í veg fyrir að innihald hugsunar (þrá­ hyggju) rætist. Fólki finnst eins og áráttan sé nauðsynleg en framkvæmir hana af vilja, ekki ósjálfrátt. Árátta og þráhyggja er misflókin og getur tekið á sig ýmsar myndir, en vandi meðferðar­ aðila fólst í því að ná að minnka kvíð­ ann sem kallaði fram áráttu. Árangur af meðferð var oft lítill sem enginn.33 Nú er þetta mjög breytt. Meðferðir byggðar á HAM hafa reynst vel, svo vel að árátta og þráhyggja er ekki lengur með erfiðustu vandamálum sálfræð­ inga. Bati er mun algengari og næst oft á nokkrum mánuðum og það sem meira er: Meðferðin hefur áhrif til langframa. HAM er í dag talin kjörin meðferð við áráttu og þráhyggju. Lyf eru í einhverj­ um tilfellum notuð samhliða HAM, en ekki alltaf.34 Árátta og þráhyggja er auð­ vitað bara dæmi. Framþróun hefur orðið á fleiri sviðum, t.d. í meðferð við félagsfælni. En hvað á allt þetta mas að þýða? Raunin er sú að HAM er einföld með­ ferð sem byggist ekki á að skoða flóknar rætur vandamála í freudískri dulvitund einhvers konar (ef hún er yfirleitt til). Öllu heldur er ýmiss konar slökun beitt, reynt er að fá kvíðann til að hverfa með því að horfast í augu við hann; fyrst og fremst er reynt að fá fólk til að breyta hegðun sinni og hugsun. Og þrátt fyrir að ekki sé kafað í dulvitund er árangur­ inn góður, m.a.s. betri en þegar kafað er í dulvitundina.35 Einnig má fullyrða að freudísk sál­ greining sé ekki heppileg meðferð við sálrænum kvillum. Aðrar meðferðir, t.d. HAM, eru líklegri til að skila árangri og af þeim geta jafnframt sprottið nýjar meðferðir. Það er tímasóun að velta sál­ greiningu frekar fyrir sér sem meðferð (almennt) við sálrænum vandamálum. Nóg hefur verið reynt nú þegar. Fram­ tíðin liggur annars staðar. Sálgreining er ekki svarið. Dulvitund og bæling: Tvenn andmæli Dulvitund og bæling eru lykilhugtök í kenningum Freuds, á þeim byggjast margar helstu kenningar hans, t.d. um drauma, mismæli og þroska mannsins. Án þessara tveggja hugtaka falla þessar kenningar um sig sjálfar.36 Greiningin á Næturvaktinni reiðir sig óbeint á þessi tvö hugtök.37 Ég vil hér setja fram tvenns konar andmæli við þessum hug­ tökum Freuds, andmæli sem voru sett fram fyrir allnokkrum áratugum af tveimur ólíkum mönnum. Andmælin eru hugsuð sem almenn andmæli við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.