Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 114
Á d r e p u r
114 TMM 2011 · 4
hugtökunum, en ekki aðeins andmæli
við grein Andra og Steinars.
Fyrri andmælin eru ættuð frá sovésk
um manni, Valentin N. Vološinov, en
hann fjallaði nokkuð um kenningar
Freuds í verkum sínum. Í bókinni
Freudianism: A Critical Sketch38 bendir
hann á að dulvitundinni séu eignaðar
sams konar tilfinningar og meðvitund
inni. Sjálfur gengst Freud við tilfinning
um í meðvitund, t.d. í sögunni um
Rottumanninn,39 en í þeirri sjúkrasögu
eru ýmsar meðvitaðar tilfinningar sjúk
lingsins nefndar, svo sem ótti, ást og
þrá. En að sama skipi eru slíkar tilfinn
ingar líka sagðar geta búið í dulvitund. Í
sömu sögu segir Freud t.d. sjúklinginn
eitt sinn hafa komist í uppnám í með
ferðartíma af niðurbældum grimmdar
[og] sjálfselsku[hvötum] frá gamalli
tíð.40 Freud er hér að vísa til alkunnra
tilfinninga sem greinilega eiga að búa í
dulvitund sjúklingsins, fyrst þær eiga að
vera bældar niður. Vološnov spyr:
Getum við verið viss um að sams konar
tilfinningar búi í dulvitund og meðvit
und? Getum við treyst því yfirleitt að
þar búi tilfinningar?
Svarið er einfaldlega nei. Það er ekk
ert sem gerir okkur kleift að treysta því
að sams konar tilfinningar búi í dulvit
und og meðvitund. Við getum ekki
skoðað inn í dulvitundina sé hún yfir
leitt til. Það felst í eðli hennar hún er svo
skilgreind, að hún er handan meðvit
undar.
Þessu sjónarmiði má auðvitað mót
mæla með þeim rökum að skoða megi
innihald dulvitundar með frjálsum hug
renningatengslum (free association) og
réttri túlkun á þeim yrtu hugsunum, til
finningum og hegðun sem koma fram
við slík tengsl. En þetta er ekki rétt.
Aðferðin er óáreiðanleg; tveir þjálfaðir
sálgreinendur, hvað þá þrír, eru iðulega
ósammála um túlkun, þegar sömu upp
lýsingar liggja fyrir!41 Slíkt er merki um
alvarlega misbresti á aðferðinni. Þessi
mótrök eiga því ekki við.
Raunar fjalla andmæli Vološnovs
ekki bara um tilfinningar, heldur fjalla
þau einnig um langanir, endurmyndir
(representations) og fleira en þessi fyrir
bæri eru öll sögð búa í dulvitundinni.
Andmælin gegn tilfinningunum eiga
líka við um langanir, endurmyndir
o.s.frv.
Seinni rökin eru eignuð franska
heimspekingnum JeanPaul Sartre.
Rökin snúa að bælingarhugtaki Freuds.
Skoðum aðeins hugmynd Freuds um
hvernig bæling á sér stað:
… skulum vér líkja dulvitaða kerfinu við
stórt anddyri þar sem sálrænar hvatir
ryðjast hver um aðra eins og einstakling
ar. Innaf þessu anddyri er annað minna
herbergi – eins konar setustofa. Þar á
meðvitundin líka heima. En á þröskuldi
þessara tveggja vistarvera er varðþjónn
sem gegnir skyldu sinni: hann skoðar
þessar sálrænu hvatir, gegnir eins konar
dómsstarfi og hleypir ekki þeim inn í
setustofuna sem honum líkar ekki við.
… Hvatirnar í anddyri dulvitundarinnar
eru utan sjónmáls vitundarinnar, sem er
í hinu herberginu. Hafi þær komist yfir
þröskuldinn og verið ýtt til baka af verð
inum eru þær ótækar fyrir meðvitund.
Vér segjum þá að þær séu bældar. En
jafnvel þær hvatir sem vörðurinn hefur
hleypt yfir þröskuldinn eru ekki af þeim
sökum meðvitaðar. Það geta þær því
aðeins orðið að þeim takist að láta með
vitundina koma auga á sig. … 42
Þetta er tilraun Freuds til að skýra
hvernig bæling virkar. Vörðurinn veldur
og viðheldur bælingu. Sartre bendir á að
í þessari lýsingu á virkni bælingar –
þessari mjög manngerðu lýsingu – felist
mótsögn.43 Vörðurinn, segir Sartre,
hlýtur að vera meðvitaður um það efni
(tilfinningar, hugsanir, langanir) sem