Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 114
Á d r e p u r 114 TMM 2011 · 4 hugtökunum, en ekki aðeins andmæli við grein Andra og Steinars. Fyrri andmælin eru ættuð frá sovésk­ um manni, Valentin N. Vološinov, en hann fjallaði nokkuð um kenningar Freuds í verkum sínum. Í bókinni Freudianism: A Critical Sketch38 bendir hann á að dulvitundinni séu eignaðar sams konar tilfinningar og meðvitund­ inni. Sjálfur gengst Freud við tilfinning­ um í meðvitund, t.d. í sögunni um Rottumanninn,39 en í þeirri sjúkrasögu eru ýmsar meðvitaðar tilfinningar sjúk­ lingsins nefndar, svo sem ótti, ást og þrá. En að sama skipi eru slíkar tilfinn­ ingar líka sagðar geta búið í dulvitund. Í sömu sögu segir Freud t.d. sjúklinginn eitt sinn hafa komist í uppnám í með­ ferðartíma af niðurbældum grimmdar­ [og] sjálfselsku[hvötum] frá gamalli tíð.40 Freud er hér að vísa til alkunnra tilfinninga sem greinilega eiga að búa í dulvitund sjúklingsins, fyrst þær eiga að vera bældar niður. Vološnov spyr: Getum við verið viss um að sams konar tilfinningar búi í dulvitund og meðvit­ und? Getum við treyst því yfirleitt að þar búi tilfinningar? Svarið er einfaldlega nei. Það er ekk­ ert sem gerir okkur kleift að treysta því að sams konar tilfinningar búi í dulvit­ und og meðvitund. Við getum ekki skoðað inn í dulvitundina sé hún yfir­ leitt til. Það felst í eðli hennar hún er svo skilgreind, að hún er handan meðvit­ undar. Þessu sjónarmiði má auðvitað mót­ mæla með þeim rökum að skoða megi innihald dulvitundar með frjálsum hug­ renningatengslum (free association) og réttri túlkun á þeim yrtu hugsunum, til­ finningum og hegðun sem koma fram við slík tengsl. En þetta er ekki rétt. Aðferðin er óáreiðanleg; tveir þjálfaðir sálgreinendur, hvað þá þrír, eru iðulega ósammála um túlkun, þegar sömu upp­ lýsingar liggja fyrir!41 Slíkt er merki um alvarlega misbresti á aðferðinni. Þessi mótrök eiga því ekki við. Raunar fjalla andmæli Vološnovs ekki bara um tilfinningar, heldur fjalla þau einnig um langanir, endurmyndir (representations) og fleira en þessi fyrir­ bæri eru öll sögð búa í dulvitundinni. Andmælin gegn tilfinningunum eiga líka við um langanir, endurmyndir o.s.frv. Seinni rökin eru eignuð franska heimspekingnum Jean­Paul Sartre. Rökin snúa að bælingarhugtaki Freuds. Skoðum aðeins hugmynd Freuds um hvernig bæling á sér stað: … skulum vér líkja dulvitaða kerfinu við stórt anddyri þar sem sálrænar hvatir ryðjast hver um aðra eins og einstakling­ ar. Innaf þessu anddyri er annað minna herbergi – eins konar setustofa. Þar á meðvitundin líka heima. En á þröskuldi þessara tveggja vistarvera er varðþjónn sem gegnir skyldu sinni: hann skoðar þessar sálrænu hvatir, gegnir eins konar dómsstarfi og hleypir ekki þeim inn í setustofuna sem honum líkar ekki við. … Hvatirnar í anddyri dulvitundarinnar eru utan sjónmáls vitundarinnar, sem er í hinu herberginu. Hafi þær komist yfir þröskuldinn og verið ýtt til baka af verð­ inum eru þær ótækar fyrir meðvitund. Vér segjum þá að þær séu bældar. En jafnvel þær hvatir sem vörðurinn hefur hleypt yfir þröskuldinn eru ekki af þeim sökum meðvitaðar. Það geta þær því aðeins orðið að þeim takist að láta með­ vitundina koma auga á sig. … 42 Þetta er tilraun Freuds til að skýra hvernig bæling virkar. Vörðurinn veldur og viðheldur bælingu. Sartre bendir á að í þessari lýsingu á virkni bælingar – þessari mjög manngerðu lýsingu – felist mótsögn.43 Vörðurinn, segir Sartre, hlýtur að vera meðvitaður um það efni (tilfinningar, hugsanir, langanir) sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.