Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 115
Á d r e p u r TMM 2011 · 4 115 hann varpar aftur í dulvitund og það sem hann hleypir í gegn, ella geti hann ekki stundað sína ritskoðun. En sé hann meðvitaður um það er efnið meðvitað en ekki dulvitað. Upphaflega forsendan var þó sú að efnið væri dulvitað. Í þessu felst því mótsögn. Einhver gæti reynt að bjarga kenningunni með því að gera ráð fyrir að vörðurinn hafi sjálfur vörð, dul­ vitund og meðvitund. En úr því verður vítaruna: Er þá seinni vörðurinn líka með vörð? Og svo koll af kolli. Í raun hefur vandamálið aðeins verið fært til en ekki leyst. Enn aðrir myndu kannski segja að röksemdir Sartres byggist á manngerv­ ingu og hugtakaruglingi: Vörðurinn sé ekki lítill karl í höfðinu á okkur, en því geri Sartre ráð fyrir í röksemdum sínum. Manngerving sú eigi sér augljós­ ar rætur í ofangreindri lýsingu Freuds, en lýsingin sé ekkert annað en líking. Ef svo er, hvernig virkar þá bæling? Hvern­ ig fer hún fram? Frekari svör er ekki að finna hjá Freud sjálfum því framan­ greind lýsing er sú ítarlegasta sem er í boði.44 Eru þessi hugtök, dulvitund og bæl­ ing, þá dauð? Það er freistandi að játa því og margir sálfræðingar gera það. En ef rökin þykja ekki nógu sannfærandi, þá ætti maður í það minnsta að fyllast efa. Fyrir þá sem svo er komið fyrir má benda á tvær bækur og eina grein til frekari fróðleiks: Freud Evaluated: The Completed Arc eftir Malcom Macmill­ an, áðurnefnda Freudianism eftir Vološnov og grein eftir Colin McGinn í The New York Review of Books.45 Þurfum við freudismann? Að lokum er vert að impra á stöðu sál­ greiningar innan nútímasálfræði. Ástæðan er vitanlega tenging greinar­ innar um Næturvaktina við fullyrðingar um meðferðartækni og að því er virðist almenna fylgispekt við sálgreiningu. Hin ástæðan er almennur og útbreiddur misskilningur um að kenningar Freuds séu almennt viðurkenndar innan sál­ fræði. Því fer víðs fjarri að kenningar Freuds séu viðurkenndar innan sál­ fræði. Hið rétta er að þeim hefur verið hafnað. Hvaða kennslubók sem er í sál­ fræði ber vitni um það og það sem mik­ ilvægara er: Greinar í vísindalegum sál­ fræðitímaritum fjalla nánast aldrei um kenningar Freuds eða rannsóknir byggðar á þeim, heldur ráða þar ríkjum hugmyndir úr hugfræði, lífeðlisfræði og atferlisfræði. Kenningar Freuds lifa hins vegar góðu lífi utan sálfræði rétt eins og hómópatía lifir góðu lífi utan læknis­ fræði. Tilvísanir 1 Ásgeiri Berg Matthíassyni, Berglindi Óladóttur, Jóni Gunnari Þorsteinssyni og Kjartani Halli Grétarssyni eru færðar þakkir fyrir yfirlestur og ábendingar á meðan þessi grein var í vinnslu. 2 Andri Fannar Ottósson og Steinar Örn Atlason (2008). Næturvaktin: Íslensk sál- greining? Tímarit Máls og Menningar (3), bls. 83–94. 3 Ibid, bls. 93. 4 Margir sem lesa grein Andra og Steinars gætu verið í vafa um hvort þeim sé alvara eða ekki. Höfundur var svo sannarlega í vafa fyrst. En þeim er alvara. Sést það best á ýmsum athugasemdum þeirra um lyf, en líka t.d. á þessari: „Grunnhugmyndin að baki greininni er að bensínstöðin við Laugaveg endurspegli vitundarlífið eins og Freud sá það fyrir sér, þá krafta sem eru að verki í manninum og sem maðurinn verður að tak­ ast á við ætli hann sér að þroskast og öðlast djúpstæðan skilning á sjálfum sér. (bls. 93). 5 Ibid, bls. 93. 6 Ibid, bls. 84. 7 Ibid, bls. 85. Raunar segja þeir Andri og Steinar að þaðið og dulvitund sé hið sama (og að Ólafur sé fulltrúi dulvitundar­ innar). Segja þeir t.d.: Í raun eru það ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.