Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 123 Það hvernig höfundurinn lætur Bjarna hlutgera konuna í maskínunni setur óhjákvæmilega tóninn fyrir verkið sem heild og litar þau samskipti kynjanna sem þar er fjallað um. Ekki síst þar sem höfundur stenst ekki mátið og lætur Bjarna taka samlíkinguna alla leið og segja: „Þú varst dásamleg dráttarvél“ (bls. 52). Þessi samlíking bóndans á ást­ konunni við dráttarvélina er óneitanlega fyndin í því samhengi sem Bergsveinn skapar henni – þótt brandarinn sé reyndar gamall og flestum kunnur. Bergsveinn lætur lesandanum það eftir að gera það upp við sig hvort þarna er um gráglettni að ræða í einskonar uppgjöri höfundarins við kvenfyrirlitn­ ingu þar sem gamall karl er málpípa úreltra gilda liðinna tíma, eða hvort hann sjálfur sem höfundur fellur í þá gildru í myndmáli sínu að hlutgera konur og einblína einungis á þær sem kynverur. Eftir stendur þó að þessu myndmáli er haldið til streitu verkið út í gegn. Það er ekki laust við að það verði að þrástefi sem þegar upp er staðið reynir óþarflega á þolrif lesenda. Í það minnsta þeirra sem hafa tamið sér að hafa kynjafræðileg sjónarmið í huga – jafnvel þótt kímnin slípi af því mesta broddinn. Þá er það umhugsunarefni í þessu sambandi að Unnur, eiginkona Bjarna, skuli ekki eiga sér viðreisnar von innan samhengis sögunnar einungis vegna þess að hún getur ekki alið börn. Sem persóna er hún fremur einhliða frá höf­ undarins hendi og flest sem henni við­ kemur í verkinu er í tengslum við ófrjó­ semi hennar. Höfundur lætur hana ítrekað kalla sig ónýtan „gelding“ og gengur svo langt að láta bændur í sveit­ inni nefna það við Bjarna hvort hann eigi í erfiðleikum með „að láta Unni halda“ (bls. 68) – rétt eins og um hverja aðra skepnu sé að ræða. Báðar konurnar, Unnur og Helga, eru því seldar undir þetta myndmál. Þriðja konan sem fær heldur óvirðulega meðferð í þessu verki birtist í einum skemmtilegasta útúrdúr Bjarna, þar sem hann segir af svaðilför sem hann fór við annan mann til að ná í lík gamallar konu á bæ langt úr alfara­ leið. Þeir sitja svo lengi yfir kaffi með karlinum eiginmanni hennar að þeir gleyma að lokum líkinu og komast ekki aftur til að sækja það fyrr en löngu síðar. Þá kemur í ljós að karlinn brá á það ráð að reykja konu sína í reykkofan­ um, til að líkið rotnaði ekki fyrr en hægt yrði að jarða. Þessi saga er nátt­ úrulega bráðfyndin og gildir einu þótt þarna sé beinlínis búið að framleiða skinku úr kerlingunni. Tengingin við þá niðrandi ímynd sem kvenkyns „skink­ ur“ hafa í samtímanum er sem betur fer langsótt, því fyrir það fyrsta er „skinka“ Bergsveins orðin til fyrir tilstilli vænt­ umþykjunnar en ekki illgirninnar. Þessi óborganlega saga verður því ekki fönguð í snörur pólitískrar rétthugsunar, jafnvel þótt ritunartími sögunnar sé samtíminn og að höfundurinn tilheyri honum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að allar kvenpersónur, ekki síst þær Helga og Unnur, eru dregnar fremur einföldum dráttum í þessu verki Berg­ sveins – sérstaklega ef miðað er við Bjarna sjálfan sem er mun margræðari, dýpri og gjöfulli karakter. Frásagnar­ mátinn býður ekki upp á miklar lýsing­ ar á innra lífi kvennanna og fyrir vikið verða báðar óþarflega grunnar. Persónu­ sköpun þeirra mótast að mestu af ytri lýsingum, nánast einvörðungu líkam­ legum í tilfelli Helgu en flestum tengd­ um hegðun hvað Unni varðar. Ekki síst er hún tekur æðisköst yfir ófrjósemi sinni, en þar örlar aftur á brjálseminni sem við þekkjum úr fyrri bókum Berg­ sveins. Þessum tveimur kvenpersónum er annars teflt fram sem dæmigerðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.