Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 130
D ó m a r u m b æ k u r
130 TMM 2011 · 4
gengur út á það að gera úr verkum eins
helsta talsmanns raunheimsins í
íslenskri myndlist, hvers endurgerð á
trjáviði, jafnt hráum sem fundnum, er
gegnsýrð efnislegri nautn og leikgleði,
linnulaust andóf gegn eigin tilvist. Stóra
bókin um Guðjón er því enn óskrifuð.
Hlutir sem hafa merkingu
Það er kunnara en frá þurfti að segja,
hve óskipulega hefur verið staðið að allri
upplýsingu um íslenskan myndlistararf.
Þar er töluvert upp á stóru söfnin að
klaga, hverra skilgreinda markmið er –
eða var – að hafa frumkvæði að slíkri
upplýsingu. Árum saman máttum við
horfa upp á það sem í íslenska bók
menntaheiminum var kallað „hringekja
ástarinnar“, endurteknar sýningar á
verkum þeirra listamanna sem forsvars
menn safnanna höfðu sérstaka velþókn
un á, væntanlega í krafti sögulegs mikil
vægis þeirra. Á sama tíma var myndlist
annarra listamanna ýmist sniðgengin
eða fékk það sem kalla mætti flýtimeð
ferð. Listinn yfir vanrækslusyndir vorar
er orðinn býsna langur. Til dæmis hefur
ævistarf þeirra Jóns Stefánssonar,
Gunnlaugs Scheving, Gunnlaugs Blön
dal, Snorra Arinbjarnar og Nínu
Tryggvadóttur enn ekki verið brotið til
mergjar í formi „alvöru“ yfirlitssýninga
og bókaútgáfu. Ef litið er til frumkvöðla
abstraktlistarinnar einvörðungu, hafa
nokkrir ágætir fulltrúar hennar orðið
skipulega útundan hjá hinu opinbera, ég
nefni einungis Benedikt Gunnarsson,
Eirík Smith, Hafstein Austmann, Hjör
leif Sigurðsson, Kjartan Guðjónsson,
Steinþór Sigurðsson, Valgerði Hafstað
og Vilhjálm Bergsson. Mér skilst raunar
að Listasafn Reykjavíkur telji það ekki
vera í sínum verkahring lengur að setja
saman yfirlitssýningar, virðist því fokið
í það skjól.
Hins vegar hefur myndlist Karls
Kvaran verið í sviðsljósinu með reglu
legu millibili allt frá öndverðum áttunda
áratugnum. Eitt hundrað verka yfirlits
sýning á verkum hans var haldin í Lista
safni Íslands árið 1986, og síðan hafa
a.m.k. þrjár stórar sýningar verið helg
aðar verkum hans einvörðungu (m.a. í
Norræna húsinu og Listasafni Akureyr
ar), að ógleymdum aragrúa samsýninga
um allar þorpagrundir. Þrátt fyrir það
hefur heildstætt yfirlitsrit um verk hans
ekki enn litið dagsins ljós. Ef til vill
hefur sú ávöntun legið að baki þeirri
ákvörðun Listasafns Íslands að efna til
annarrar yfirlitssýningar á verkum
Karls um áramótin 2010–11, hvað veit
ég? Ef sú er raunin, verður framkvæmd
in að heita endaslepp, því einungis
helmingur safnsins var lagður undir
sýninguna. Og þar sem einungis var
telft fram þekktustu myndum lista
mannsins, 35 talsins, og textar bókar
innar bæta litlu sem engu við það sem
við þegar vissum um Karl Kvaran, er
ekki öldungis ljóst hvað aðstandendur
sýningarinnar ætluðust fyrir.
En eftir stendur auðvitað handhæg,
innbundin bók með nokkrum vel prent
uðum litmyndum og þremur misjafn
lega gagnlegum greinum á tveimur
tungumálum. Sá galli er þó á gjöf Njarð
ar að myndir eru ekki birtar í tímaröð,
svo lesandinn þarf stöðugt að fletta
síðum í leit að ártölum. Heilstæð heim
ildaskrá er heldur ekki fyrir hendi í
bókinni, illu heilli.
Valinkunnur Íslandsvinur, heimspek
ingurinn Arthur C. Danto, er kallaður
til að vitna um mikilvægi Karls Kvaran í
alþjóðlegu samhengi. Þekking hans á
verkum listamannsins er að vísu fremur
takmörkuð, þarafleiðandi er fátt bein
línis nýtilegt að finna í stuttri grein
hans. Athyglisverð er þó sú skoðun hans
að Karl hafi ekki farið að blómstra sem
myndlistarmaður fyrr en á sjöunda ára